Spaces:
Runtime error
Runtime error
Hrópað á heiminn | |
Markaðsherferðin Looks Like You Need Iceland þykir hafa farið vel af stað og hróp og köll úti í náttúrunni eru farin að toga í fólk vítt og breitt um heiminn. | |
„Þið eigið kollgátuna, ég þarfnast Íslands,“ segir kona nokkur úti í hinum stóra heimi í athugasemdum við auglýsingu úr markaðsherferðinni Looks Like You Need Iceland á efnisveitunni YouTube. | |
Annar áhorfandi kveðst munu varðveita Ísland í hjarta sér um alla eilífð og ung kona segist beinlínis verða að komast sem fyrst til Íslands enda sé unnusti hennar búsettur þar. | |
Til allrar óhamingju er hún hins vegar í Bandaríkjunum og gerir því ráð fyrir að þurfa að bíða í einhverja mánuði enn. | |
Enn einn áhorfandi spyr hvort gönguleiðin til Íslands sé fær, því engar séu flugvélarnar. | |
Ekki fylgir sögunni hvort hann kemur úr öðru tímabelti. | |
Egill Þórðarson hjá auglýsingastofunni Peel, sem kom að gerð auglýsinganna ásamt alþjóðlegu auglýsingastofunni M&C Saatchi, segir viðtökur hafa verið vonum framar. | |
„Ég kom að mörgum Inspired By Iceland-herferðum sem gengið hafa mjög vel en þessi nýja herferð er þegar farin að slá met. | |
Í grunninn snýst þetta um að búa til PR-gildi, það er að fá erlenda fjölmiðla til að fjalla um herferðina, og það hefur gengið ótrúlega vel. | |
Á tiltölulega skömmum tíma höfum við fengið umfjöllun í um sjö hundruð fjölmiðlum um allan heim sem samtals ná til ríflega tveggja milljarða manna. | |
Verðmæti þeirrar umfjöllunar er verðlagt á 1,8 milljarða króna. | |
Það er ekki amalegt.“ | |
Aðalmarkaðurinn alla jafna er Bandaríkin og hefur herferðin gengið mjög vel þar enda þótt Bandaríkjamenn séu ekki á leið til landsins í bráð. | |
Að sögn Egils hafa þekkt markaðssvæði eins og Danmörk, Bretland og Þýskaland einnig tekið vel við sér, eins Rússland, sem komi þægilega á óvart. | |
Þá hafi komið viðbrögð frá framandi svæðum, svo sem Indlandi, sem ekki var lagt sérstaklega upp með. | |
„Þessar auglýsingar hafa ferðast víðar en við bjuggumst við,“ segir Egill en þess má geta að yfir fjórar milljónir manna hafa horft á efnið á YouTube. | |
„Við hefðum ekki getað óskað eftir betri byrjun.“ | |
Myndirnar hér á opnunni tók Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðins, við tökur á auglýsingum sem bera yfirskriftina „Let It Out“ um miðjan síðasta mánuð. | |
Tökurnar fóru fram vítt og breitt, svo sem á Skólavörðustígnum í Reykjavík, í Reynisfjöru, við Skógarfoss, á Sólheimajökli og í helli við Hjörleifshöfða. | |
Leikstjórar voru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hjá Skoti productions og tökumaður Óttar Guðnason. | |
Í hlutverkum í téðum tökum voru hin íslenska Anna Jia og Murphy Cardenas, sem er frá Kúbu og Ungverjalandi. | |
Tugir Íslendinga komu að gerð auglýsinganna en á sama tíma og upptökur fóru fram á Suðurlandi var annar hópur á Vesturlandi og Vestfjörðum. | |
Að sögn Egils er „Let It Out“ aðeins fyrsti liður í Looks Like You Need Iceland-herferðinni en stefnt er að vetrarherferð í samstarfi við M&C Saatchi. | |
„Þetta er bara fyrsti fasinn í þessari vinnu fyrir Íslandsstofu,“ segir Egill og bætir við að samstarfið við M&C Saatchi hafi gengið afskaplega vel. | |
„Það er frábært að vinna með þeim. | |
Í svona verkefnum skiptir miklu máli að hafa erlenda samstarfsaðila með þekkingu á þeim mörkuðum sem við erum að tala við.“ | |
Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira | |
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. | |
Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. | |
Hann ræðir einnig landsbyggðarmál og flutning starfa út á land sem gengið hefur illa og verið umdeildur undanfarin ár og áratugi. | |
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætir einnig í þáttinn en hann mun ræða gagnrýni sína varðandi fjárfestingar lífeyrissjóða og leggur fram hugmyndir um að verkalýðshreyfing og atvinnurekendur dragi sig út úr stjórnum sjóðanna til að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum. | |
Þá verður rætt við þau Ívar Ingimarsson, ferðaþjónustumann á Austurlandi, og Árnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, um stöðuna í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. | |
Þau munu horfa fram á haustið og velta fyrir sér hvort velgengni sumarsins sé villandi fyrirboði um það sem koma skal. | |
Hlusta má á þáttinn hér að neðan en hann hefst klukkan tíu. | |
Svona lítur hún út í dag 25 árum síðar | |
Leikkonan Elisa Donovan átti farsælan feril í unglingaþáttum hvers konar. | |
Heimsfrægð hlaut hún þó fyrir leik sinn sem Amber í kvikmyndinni Clueless fyrir 25 árum. | |
Þá lék hún einnig í þáttunum Sabrina: The Teenage Witch ásamt Melissu Joan Hart, A Night at the Roxbury og í Beverly Hills 90210. | |
Donovan er nú 49 ára, gift með eitt barn. | |
Lítið hefur borið á henni undanfarið en hún fékkst þó til þess að líta yfir farinn veg og tjá sig um Clueless í áströlsku sjónvarpi á dögunum. | |
Hún talar fallega um Brittany Murphy sem lést óvænt 2009 og segir hana hafa verið frábær manneskja. | |
„Ég verð að viðurkenna að ég byggði persónuna mestmegnis á stúlkum sem ég kynntist í skóla sem voru ekki góðar við mig. | |
Um leið og ég las handritið vissi ég hver þessi persóna var,“ sagði Donovan um leik sinn í Clueless. | |
Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina eftir næturgistingu | |
Um fimmtíu mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag og segir í dagbók lögreglunnar að málin hafi verið fjölbreytt. | |
Dagurinn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu hófst með því að lögregla þurfti að hafa afskipti af manni sem hafði þá verið nýlega sleppt úr fangaklefa eftir að hafa dvalið þar vegna ölvunaraksturs. | |
Vildi maðurinn ekki fara í burtu eftir að honum var sleppt og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu sem sögðu honum að fara á brott. | |
Vann maðurinn sér inn áframhaldandi dvöl á lögreglustöðinni vegna framgöngu sinnar. | |
Þá var maður handtekinn í morgunsárið grunaður um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi. | |
Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af tveimur mönnum í Breiðholti vegna tilkynningar um líkamsárás. | |
Þá kom einnig til þess að kona sem sat að snæðingi í verslunarmiðstöð í Kópavogi gat ekki borgað fyrir reikninginn að máltíð lokinni og var því kallað til lögreglu. | |
Einnig var tilkynnt um stuld á bifreið í miðbænum í morgun. | |
Ökumaður hvítrar Renault sendibifreiðar leit af henni um stundarsakir og var hún þá tekin ófrjálsri hendi. | |
Bíllinn hefur ekki fundist. | |
Bölvun Gleðisveitarinnar - Hræðileg örlög Gleestjarnanna | |
Sú kenning hefur náð flugi á Internetinu að bölvun hvíli yfir þáttaröðinni um Gleðisveitina, en leikkonan Naya Rivera drukknaði í Kaliforníu á dögunum og varð þar með þriðji aðalleikari þáttanna til að láta lífið langt fyrir aldur fram. | |
Þættirnir um gleðisveitina (e. Glee) eru vinsæl þáttaröð um söng, dans og gleði. | |
Þættirnir fjölluðum um svonefnda gleðisveit unglinga í menntaskóla, ástir þeirra og örlög. | |
Það var ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í gleðisveitinni en í gegnum söng og dans virtust persónur þáttanna ná að yfirvinna hverjar þær aðstæður sem upp komu í lífi þeirra. | |
En utan tökustaðar hafa miklar hörmungar riðið yfir leikendur og starfsmenn þáttanna, svo mjög að kenningar hafa vaknað um að bölvun hvíli á þáttunum. | |
Naya Marie Rivera fór með hlutverk Santönu Lopez í þáttunum, klappstýra sem kallaði ekki allt ömmu sína. | |
Eftir að þáttaröðin hafði runnið sitt skeið gekk Rivera að eiga leikarann Ryan Dorsey og átti með honum sitt fyrsta og eina barn, Josey. | |
Árið 2017 var Rivera handtekin fyrir heimilisofbeldi gegn manni sínum og skildu þau í kjölfarið. | |
Dorsey neitaði þó að leggja fram kæru og var heimilisofbeldismálið látið niður falla. | |
Þann 8. júlí síðastliðinn var tilkynnt að Riveru væri saknað eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst aleinn á reki í bát á vatninu Lake Piru í Kaliforníu. | |
Drengurinn fannst sofandi í björgunarvesti um borð í bátnum og gat hann greint lögregluyfirvöldum frá því að hann og móðir hans hefðu stungið sér til sunds og svo hefði Rivera komið honum aftur upp í bátinn en aldrei skilað sér þangað sjálf. | |
Upphófst umfangsmikil leit að Rivera. | |
Daginn eftir að leit hófst greindi lögreglustjórinn á svæðinu frá því að við leit væri gengið út frá því að Rivera hefði drukknað. | |
Fimm dögum síðar fannst Rivera og var opinberlega úrskurðuð látin. | |
Talið er að hún hafi lent í miklum straumþunga í vatninu og nýtt síðustu krafa sína í að bjarga syninum. | |
Dánarorsök var skráð drukknum af slysförum. | |
Cory Allan Michael Monteith fór með hlutverk Finn Hudson í þáttunum, ameríska fótboltamannsins með englaröddina sem lék lykilhlutverk í að færa Gleðisveitina til vegs og virðingar. | |
Utan þáttanna glímdi Moneith þó við persónulega djöfla. | |
Frá 13 ára aldri hafði hann glímt við fíkn og reyndist erfitt að komast undan henni. | |
Árið 2013 fannst samstarfsmönnum hans í þáttunum nóg komið, gripu inn í og hvöttu hann til að leita sér hjálpar. | |
Moneith fór þá í meðferð og virtist allt horfa til betri vegar. | |
Aðeins tveimur mánuðum eftir að hann lauk meðferðinni fannst Moneith látinn á hótelherbergi eftir að hafa farið út að skemmta sér með vinum. | |
Banamein reyndist banvæn blanda af vímuefnum og áfengi. | |
Ekki var talið að um viljaverk væri að ræða. | |
Moneith hafði farið í meðferð og þol hans fyrir vímugjöfum hafði minnkað svo mikið að skammtur sem hann hafði áður þolað vel, reyndist banvænn. | |
Hann var aðeins 31 árs þegar hann lét lífið. | |
Andlát hans lagðist þungt á samstarfsmenn hans, en að undirlagi mótleikkonu hans, Lea Michele, var ákveðið að halda töku þáttanna áfram og helguðu þau heilan þátt minningu Moneith og persónu hans Finns. | |
Mark Wayne Salling fór með hlutverk Noah „Puck“ Puckerman í þáttunum, Puck var amerískur fótboltamaður, líkt og Finn, og bar litla virðingu fyrir samnemendum sínum í Gleðisveitinni, eða allt þar til að hann öðlaðist kjarkinn til að viðurkenna að hann hafði gaman af því að syngja og dansa. | |
Tveimur árum síðar var Salling handtekinn á heimili sínu í Los Angeles grunaður um vörslu barnakláms. | |
Við húsleit heima hjá honum fannst gífurlegt magn af barnaklámi og málið spurðist fljótlega út opinberlega. | |
Ljóst var að Salling var búinn að vera. | |
Hann var í kjölfarið ákærður og sakfelldur fyrir brot sín. | |
Átti hann yfir höfði sér fjögurra til sjö ára fangelsi auk þess sem hann kæmi til með að þurfa að vera á skrá yfir kynferðisbrotamenn og leita sér meðferðar við barnagirnd. | |
Áður en dómari hafði ákvarðað refsinguna fannst Salling, sem þá var laus gegn tryggingu, látinn nærri heimili sínu. | |
Dánarorsök var sjálfsvíg. | |
Það voru ekki bara leikarar þáttanna sem féllu frá langt fyrir aldur fram. | |
Jim Fuller var aðstoðarleikstjóri þáttanna. | |
Hann varð bráðkvaddur í svefni árið 2013, aðeins 41 að aldri. | |
Við þættina vann einnig kona að nafni Nancy Motes. | |
Hún var yngri systir stórstjörnunnar Juliu Roberts og bar systur sinni ekki fagra söguna en hún sakaði Roberts um mikla stjórnsemi og vanvirðandi framkomu. | |
Motes tók eigið líf árið 2014 en hún glímdi við alvarlegt þunglyndi. | |
Hún skildi eftir sig bréf til unnusta síns þar sem hún kvað móður sína og systur meðal annars bera ábyrgð á hvernig komið var fyrir henni. | |
„Móðir mín og svokölluð systkini mín fá ekkert eftir mig nema minninguna um að það voru þau sem ollu mínu versta þunglyndi.“ | |
Lea Michel var stjarna þáttanna. | |
Hún hefur nýlega verið sökuð um að beita meðleikara sína einelti og yfirgangi á tökustað og vera með yfirgengilega stjörnustæla. | |
Jesse Luken fór með gestahlutverk í þáttunum árið 2012. | |
Hann var handtekinn og kærður fyrir ölvunarakstur árið 2019, sem þótti mikið hneyksli. | |
Leikkonan Heather Morris fór með stórt hlutverk í þáttunum. | |
Hún varð fyrir því árið 2010 að óprúttnir tölvuþrjótar komust í nektarmyndir af henni og birtu á Internetinu. | |
Leikararnir Melissa Benoist og Blake Jenner léku bæði í þáttunum og áttu í ástarsambandi utan þáttanna. | |
Benoist greindi síðar frá því að Jenner hafi beitt hana ofbeldi í sambandinu. | |
Það má setja blóm á nánast allt | |
Það eykur þroska barna þegar þau fá að leika úti í garði með foreldrunum að rækta blóm og fá að fylgjast með þeim vaxa og dafna. | |
Það er einnig endalaust hægt að gera með blómum eins sænski ljósmyndarinn Anna Kubel bendir á. | |
Bara það að eiga stund með börnunum í garðinum er eitthvað sem gleymist aldrei. | |
Þau munu minnast blómanna, ilmsins og að sjálfsögðu þess dýrmæta tíma sem þau fengu með foreldrum sínum. | |
Keypti sér bát eftir tíunda bekk | |
„Ég held við séum ekki margir sjómenn sem störfum á leikskólum landsins,“ segir Axel Örn Guðmundsson, sem stundar strandveiðar á sumrin en nemur sálfræði við Háskóla Íslands yfir vetrartímann.“ | |
Strandveiðar eru mjög þægilegt sumarstarf þegar maður er í námi. | |
Ef vel fiskast er hægt að hafa góðar tekjur og mér finnst frábært að geta sleppt því að taka námslán. | |
Tekjurnar duga mér líka vel inn í veturinn,“ segir Axel Örn Guðmundsson, 25 ára sálfræðinemi, sem stundar strandveiðar í sumar eins og undanfarin sumur. | |
Axel var nýlagstur að bryggju á Tálknafirði þegar blaðamaður náði tali af honum seint að kveldi í upphafi vikunnar.“ | |
„Veturinn sem ég var í tíunda bekk tók ég skipstjórnarréttindi fyrir báta sem eru undir tólf metra langir og ég keypti bátinn minn sumarið eftir að ég kláraði grunnskólann. | |
Ég hef stundað strandveiðar á mínum báti öll sumur síðan. | |
Ég keypti bátinn notaðan af kunningja mínum, Hartmanni Jónssyni, og ég lét bátinn heita nafninu hans. | |
Hartmann var orðinn fullorðinn þegar ég keypti bátinn og hættur að vera til sjós og hann var mjög sáttur þegar hann sá að báturinn bar nafn hans. | |
Hartmann lést nokkrum árum eftir að ég tók við bátnum,“ segir Axel og bætir við að hann hafi keypt bátinn á þrjár milljónir. | |
„Ég gerði samning við Hartmann um að borga helminginn, eina og hálfa milljón, í upphafi sumars en hinn helminginn í lok sumars þegar ég væri búinn að veiða. | |
Ég átti því bátinn skuldlausan í lok þessa fyrsta sumars míns á honum.“ | |
En hvernig gat strákur átt eina og hálfa milljón til að borga út í báti þegar hann hafði nýlokið grunnskóla? | |
„Ég var búinn að leggja fyrir og safna mér pening, ég hafði verið að vinna með pabba til sjós þegar ég var strákur, ég var öll sumur að veiða með honum og fékk minn hlut. | |
Ég setti líka fermingarpeningana mína í bátasjóðinn minn.“ | |
Axel er fæddur á Ísafirði, þaðan sem allt hans móðurfólk er, en hann hefur búið í Kópavogi frá því hann var strákur. | |
„Ég má veiða hér á vestursvæðinu af því að ég er með lögheimili hjá ömmu minni á Ísafirði. | |
Ég lærði á þessi svæði hér fyrir vestan af róðrum með pabba. | |
Ég færi mig á milli fjarða eftir því hvernig mér líður, því þetta veiðisvæði nær yfir alla Vestfirðina. | |
Þó að mér finnist best að vera fyrir vestan hef ég líka veitt í kringum Snæfellsnesið og víðar. | |
Ég hef líka veitt fyrir sunnan en þá helst grásleppu,“ segir Axel, sem rær alltaf einn eldsnemma að morgni og segist stundum tala við mávana og syngja fyrir himininn, í einverunni tímunum saman úti á ballarhafi. | |
„Netsambandið úti á hafi er gott, svo ég get hringt, hlustað á hlaðvarpsþætti og tónlist. | |
Mér finnst ekkert mál að vera einn á báti. | |
Auðvitað reyni ég að forðast að lenda í háska, en vissulega hefur einstaka sinnum eitthvað verið að veðri, en aldrei mikil hætta,“ segir Axel, sem er heppinn með það að hann er aldrei sjóveikur. | |
Hann segir lengd vinnudagsins fara eftir því hvernig veiðarnar gangi hverju sinni. | |
„Í strandveiðinni er ég aldrei meira en 14 tíma á veiðum í einu, en ég hef líka verið að veiða í öðrum kerfum, til dæmis í leigukvótanum, en þá hef ég verið samfellt í einn og hálfan sólarhring í beit úti á sjó að veiða.“ | |
Fyrirkomulagið í strandveiðum segir hann vera þannig að hann megi veiða 770 kíló á dag, sem honum finnst hamlandi. | |
„Aðrar hömlur eru þær að ég má ekki veiða föstudaga, laugardaga og sunnudaga, og ég má aðeins veiða tólf daga í mánuði, þessa fjóra mánuði sem strandveiðar standa yfir, í maí, júní, júlí og ágúst. | |
Að mínu mati ættu sjómenn að velja sína veiðidaga eftir veðri og engu öðru. | |
Þessi óþarfa pressa er á menn að róa í stað þess að hafa 48 daga yfir allt sumarið og geta valið eftir sínu höfði. | |
Svo mætti svæðisskiptingin fara líka mín vegna og sjávarpláss sem eru vel staðsett við fiskimið ættu að fá að njóta þess,“ segir Axel, sem dregur mestmegnis þorsk úr söltum sjó á strandveiðum sínum, en líka aðeins ufsa og einstaka aðrar tegundir fljóta með. | |
Axel vinnur yfir vetrartímann með háskólanáminu á leikskólanum Núpi í Kópavogi. | |
„Ég held við séum ekki margir sjómenn sem störfum á leikskólum landsins,“ segir Axel stoltur og bætir við að hann hafi aðeins ætlað að vinna tímabundið á leikskólanum. | |
„Ég festist þar af því að mér finnst þetta æðislegt starf. | |
Ég vona að sálfræðinámið nýtist mér á leikskólastiginu í framtíðinni,“ segir Axel, sem einnig er langt kominn með nám í viðskiptafræði. | |
Villa í skráningu kom í veg fyrir heimkomusmitgát | |
Villa í skráningarblaði sem fólk fyllir út þegar það kemur til landsins varð til þess að einstaklingur, búsettur hér á landi, var ekki kallaður aftur í sýnatöku. | |
Ekki er skilyrði að skrá kennitölu ef viðkomandi fyllir eyðublaðið út á ensku, eins og er þegar það er gert á íslensku. | |
„Þetta verður skoðað í vikunni,“ segir sérfræðingur á sóttvarnasviði landlæknis. | |
Þrjú innanlandssmit greindust á veirufræðideild Landspítalans í gær. | |
Einn þeirra sem reyndist jákvæður kom til landsins þann 15. júlí, tveimur dögum eftir að reglur um svokallaða heimkomusmitgát tóku gildi. | |
Þeir sem búsettir voru á Íslandi eru þá skimaðir við komuna til landsins og aftur boðaðir í sýnatöku fjórum til fimm dögum seinna. | |
Fram kom í hádegisfréttum RÚV að viðkomandi hefði hins vegar farið eftir gamla kerfinu. | |
Sýnatakan á landamærunum var neikvæð og hann var ekki kallaður aftur í skimun fyrir veirunni. | |
Kamilla Rut Sigfúsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði landlæknis, segir í samtali við fréttastofu að þetta megi rekja til villu í rafræna skráningarblaðinu. | |
Fylli fólk út skráningarblaðið á ensku er ekki skilyrði að setja inn kennitölu líkt og er í íslensku útgáfunni. | |
Enda hafi það fyrst og fremst verið hugsað fyrir erlenda ferðamenn. | |
Því hafi viðkomandi ekki fengið sjálfvirkt boð um að koma í sýnatöku. | |
Kamilla segir marga þó hafa fylgt eftir reglum um heimkomusmitgátt þótt þeir hafi fyllt skráningaformið á ensku og í einhverjum tilvikum hafa vinnuveitendur líka verið vakandi fyrir því að senda fólk í sýnatöku aftur eftir að það kom til landsins. | |
„Þetta verður skoðað í vikunni hvernig hægt er að auðvelda aðgengi fólks að þessu að vekja athygli þess á ferlinu.“ | |
Maðurinn er í einangrun og sex hafa verið settir í sóttkví. | |
Þeir fara allir í sýnatöku en tveir voru farnir að sýna einkenni. | |
Smitrakning er nú í gangi við þau þrjú smit sem greindust í gær en henni er að mestu leyti lokið vegna tveggja smita sem greint var frá á föstudag. | |
Í báðum tilvikum hefur raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar leitt í ljós að þar er um afbrigði af kórónuveirunni sem ekki hafa fundist hér á áður. | |
Í öðru tilvikinu hafa böndin beinst að Ísrael þótt vitað sé að sá sem flutti veiruna til landsins hafði einnig ferðast til annarra Evrópulanda. | |
Kamilla segir að það ætti liggja fyrir á morgun hvaðan hin veiran væri að koma. | |
Alls eru nú 15 í einangrun samkvæmt vefnum COVID. is. | |
135 eru í sóttkví. | |
Fjögur af fimm smitum ótengd | |
Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. | |
Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. | |
Smitrakning er enn yfirstandandi. | |
Upprunalega voru á þriðja tug einstaklega sendir í sóttkví en þeim var fækkað í sextán. | |
Í heildina eru 34 í sóttkví vegna þessara nýju smita sem greindust í gær. | |
Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem smit greinist á íþróttaviðburði og hefur það vakið spurningar um það hvort halda eigi slíka viðburði. | |
Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild rikislögreglustjóra, segir það vel hægt, svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. | |
„Við erum stöðugt að brýna fyrir öllum þeim sem hér búa að það þurfi að halda uppi einstaklingsbundnum smitvörnum. | |
Við þurfum líka að brýna fyrir fólki sem er að halda viðburði að það eru ákveðnar reglur í gangi sem þarf að fara eftir. | |
Þá er hægt að halda viðburði,“ segir Jóhann. | |
Hann segir að hægt sé að koma í veg fyrir smit með því að halda á lofti einstaklingsbundnum smitvörnum. | |
Reglur og viðmið séu þar að auki í stöðugri endurskoðun. | |
„Það sem þarf að gera, og það sem almannavarnadeildin og landlæknisembættið eru stöðugt að brýna fyrir fólki, er að huga að þessum einstaklingsbundnu smitvörnum. | |
Bæði heimafyrir og svo sömuleiðis hjá þjónustufyrirtækjum. | |
Að fólk þvoi sér um hendur og noti spritt. | |
Það kemur í veg fyrir að smit geti farið áfram,“ segir Jóhann. | |
„Við þurfum að brýna fyrir fólki að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem við vorum á, til þess að geta haldið uppi þeim árangri sem við höfum hingað til náð.“ | |
40% fórnarlamba COVID-19 voru með sykursýki 2 | |
Devon Brumfield heyrði í gengum símann hversu erfitt faðir hennar átti með að ná andanum. | |
Faðir hennar var með sykursýki og hún hvatti hann því til að leita læknisaðstoðar. | |
Daginn eftir var hann látinn. | |
Andlátið var rakið til skyndilegra öndunarerfiðleika vegna kórónuveirusýkingar. | |
Sykursýki var tilgreint á dánarvottorðinu sem undirliggjandi vandi og er Brumfield, sem einnig er með sykursýki, dauðhrædd um að eins eigi eftir að fara fyrir sér. | |
Reuters fréttaveitan segir ótta Brumfield ekki ástæðulausan. | |
Tölur nýrrar rannsóknar sem bandarísk yfirvöld hafa látið gera sýnir að tæp 40% þeirra sem eru látin voru með sykursýki 2 sem undirliggjandi sjúkdóm. | |
Þegar hlutfall þeirra sem ekki höfðu náð 65 ára aldri er skoðað hækkar hlutfallið upp í helming. | |
Rannsókn bandaríska sóttvarnareftirlitsins (CDC) tók til meira en 10.000 manns í 15 ríkjum sem létust úr kórónuveirunni á tímabilinu frá febrúar og fram í maí. | |
Jonathan Wortham, sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá CDC, segir niðurstöðurnar vera sláandi, ekki hvað síst fyrir þá sem greinst hafa sykursýki 2 og ástvini þeirra. | |
Var faldur í hægum vexti Reuters lét gera könnun og benda svörin frá þeim 12 ríkjum sem svöruðu til sambærilegra hlutfalla. | |
10 ríki, en þeirra á meðal eru Kalifornía, Arizona og Kólumbía, eru ekki enn vera farin að greina frá undirliggjandi sjúkdómum. | |
„Sykursýki var þegar faraldur í hægum vexti. | |
Núna hefur COVID—19 brotist í gegn eins og kraftmikil alda,“ hefur Reuters eftir Elbert Huang, forstjóra Center for Chronic Disease Research and Policy við Chicagoháskóla. | |
Sykursýki er algengari meðal svartra og fólks af suður-amerískum uppruna, sem einnig hefur farið verr út úr kórónuveirunni. | |
Ein besta vörnin fyrir þá sem eru með sykursýki 2 er að halda sjúkdóminum í skefjum með líkamsrækt, hollu mataræði og aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. | |
Kórónuveirufaraldurinn hefur hins vegar gert mörgum erfitt um vik að halda rútínu. | |
Þá hefur hátt verð á insúlíni neytt suma til að halda áfram að mæta í vinnuna og hætta þar með á að vera útsettir fyrir veirunni. | |
Reuters bendir á að bandarísk yfirvöld hafi mátt vera meðvituð um hættuna sem þeir sem eru með sykursýki 2 gæti stafað af veirunni. | |
Er SARS kórónuveiran gekk yfir árið 2003 voru rúmlega 20% þeirra með sjúkdóminn og í svínaflensufaraldrinum árið 2009 var þessi hópur í þrisvar sinnum meiri hættu á að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. | |
Þegar MERS gerði svo vart við sig árið 2012 sýndi ein rannsókn fram á að 60% þeirra sem létust eða voru lagðir inn á gjörgæslu voru með sykursýki. | |
Charles S. Dela Cruz vísindamaður við Yale háskóla segir að vegna þess að áhrifa COVID-19 veirunnar gæti lengur þá hafi faraldurinn svipt hulunni af fjölda áður óþekkra fylgikvilla. | |
„Ég óttast að við munum sjá flóðbylgju vandamála þegar þessu er lokið,“ segir Andrew Bolton formaður alþjóða samtaka sykursjúkra. | |
Læknar hafa varað við að kórónuveirufaraldurinn kunni með óbeinum hætti að leiða til aukningar í fylgikvillum tengdum sykursýki, m.a. nýrnasjúkdómum og nýrnaskiljun. | |
Eins beina nýjar rannsóknir til þess að kórónuveiran kunni að leiða til fjölgunar sykursýkitilfella. | |
Reuters segir vísindamenn vera að reyna að skilja tengslin milli kórónuveirunnar og sykursýki 2. | |
Veiran ræðst á hjarta, lungu og nýru, líffæri sem þegar eru veik fyrir hjá mörgum sem eru með sykursýki. | |
Þá getur hátt hlutfall glúkósa og lípíðs hjá sykursjúkum framkallað sannkallaðan „frumuboðastorm“, eins og það er kallað þegar ónæmiskerfið bregst of hart við og ræðst á líkamann. | |
Skemmdar innþekjufrumur geta einnig leitt til bólgumyndunar sem aftur getur valdið banvænum blóðtappa. | |
„Þetta er allt eitt stórt púsluspil,“ segir Dela Cruz. | |
„Þetta tengist allt innbyrðis.“ | |
Fréttin hefur verið leiðrétt. | |
„Okkur var boðið kampavín, svo fóru þau úr herberginu“ | |
Hjónin Ásrún Magnúsdóttir og Atli Bollason urðu við þeirri óvenjulegu bón frá myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni að stunda kynlíf fyrir framan myndavél fyrir verk sem listamaðurinn var að setja upp í París. | |
„Við elskuðum hvort annað svo þetta var ekki flókið.“ | |
Atli Bollason gleymir því aldrei þegar hann hitti eiginkonu sína og barnsmóður, Ásrúnu Magnúsdóttur, í fyrsta skipti. | |
„Ég varð mjög heillaður af henni. | |
Það var náttúrulega bara útgeislunin en svo þótti mér hún líka alveg óheyrilega sæt. | |
Og þykir enn,“ segir hann. | |
Ásrún man þetta líka enda rifjar eiginmaðurinn fyrsta fundinn reglulega upp. | |
„Ég er alltaf að heyra þessa sögu. | |
Síðast bara um helgina,“ segir hún sem laðaðist líka að eiginmanninum við fyrstu kynni. | |
„Mér fannst og finnst svo mikill æsingur í kringum Atla, sem ég fíla. | |
Það er margt í gangi og mikið að gerast og ég heillaðist af því.“ | |
Atli segir þau hjónin hafa lagt áherslu á það í sambandi sínu að fara sínar eigin leiðir. | |
„Við bindum bagga okkar ekki sömu hnútum og samferðamenn. | |
Við forðumst rútínur sem við greinum í kringum okkur.“ | |
Það er mögulega ástæða þess að þau tóku erindinu frá Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni bara fagnandi, þó það væri vægast sagt óvenjulegt. | |
„Kristín Anna sameiginleg vinkona okkar hefur samband við okkur og spyr hvort við getum komið að borða desert með sér, Ragga og Ingibjörgu konu Ragnars, á Snaps.“ | |
Þau þáðu boðið, hittu þríeykið á Snaps og fengu sér desertvín og sinn hvorn eftirréttinn. | |
Þau hlýddu á Ragnar sem leiddi þau í gegnum áform sín á myndlistarsýningu sem hann hugðist setja upp í Palais de Tokyo í París um haustið. | |
„Hann var með margrása videóverk sem hét Scenes from western culture. | |
Hann lýsti því á einfaldan hátt.“ | |
Ásrún segir að hann hafi lýst verkinu sem banal og dekadent senum úr hversdagslífi Vesturlandabúa. | |
„Hann var með skissur af öllum senunum sem hann ætlaði að skjóta og síðast sagði hann okkur frá því sem hann vildi vita hvort við hefðum áhuga á að taka þátt í.“ | |
Senan sem Ragnar bað parið að taka þátt í átti að sýna ungt millistéttarpar að elskast í minimalísku herbergi. | |
„Þetta eru samfarir með upphafi og enda,“ segir Atli. | |
Parið þekkti Ragnar ekki mikið þó þau hafi vitað af honum og hann af þeim „en þau þekktu okkur og fannst við passa í þetta. | |
Þau höfðu orð á því að þau vildu ekki auglýsa eftir fólki. | |
Kannski töldu þau að þau myndu ekki fá rétta fólkið heldur fólk sem fengi kynferðislega fróun úr því að performera fyrir aðra.“ | |
Þau kvöddu Ragnar og samþykktu að hugsa málið en það tók ekki langan tíma. | |
„Þegar við löbbuðum úr af Snaps sögðum við: Erum við ekki bara til í þetta? | |
Þetta var bara þannig. | |
Ég treysti Ragnari sem listamanni og öllu teyminu hans,“ segir Ásrún og Atli tekur undir. | |
„Þetta snýst um ástina og nándina“ | |
Senan var tekin upp í fínni íbúð á Mýrargötunni. | |
Þar var mjög fáliðað kvikmyndateymi; tökumaður, Ragnar og hljóðmaður og parið. | |
Eftir að kveikt hafði verið á upptöku yfirgáfu allir herbergið til að bíða úti í bíl nema Atli og Ásrún. | |
„Við vorum ekki búin að ákveða neitt hvernig við ættum að vera. | |
Við fengum einhverjar smá leiðbeiningar en við reyndum að gleyma stund og stað. | |
Að vera ómeðvituð um hvað við værum að gera og fyrir hvern. | |
Það var ekkert leikið, við bara elskuðum hvort annað svo það var ekki flókið,“ segir Ásrún. | |
En var þetta rómantískt? | |
„Já, þetta var svolítið rómantískt,“ segir Atli og Ásrún er sammála því. | |
„Okkur var boðið upp á kampavín áður en þau fóru út úr herberginu. | |
Þetta var smá eins og að vera í fríi á fínu hóteli í París.“ | |
Teymið var ánægt með frammistöðu parsins í verkinu sem hreyfði við þeim. | |
„Þegar Tommi tökumaður horfði á þetta þá grét hann, honum þótti þetta svo fallegt,“ segir Atli. | |
„Þetta snýst jafn mikið um ástina og nándina og sjálfar samfarirnar,“ segir Ásrún. | |
Foreldrar parsins hafa séð verkið og segir Atli að mamma hans hafi heyrt röddina í syninum á Listasafni Reykjavíkur og þá áttað sig á því að hann væri hluti af verkinu. | |
„Þá snýr hún sér við og fer að pæla í þessu,“ segir Atli. | |
„Mamma og pabbi sáu þetta í París. | |
Við höfðum ekki sagt neinum þetta þannig en svo bara sendir pabbi mér skilaboð og segir: Gaman að rekast á litlu fjölskylduna í Palais de Tokyo,“ rifjar Ásrún upp. | |
Og ætli þátttakan í verkinu hafi dýpkað samband Ásrúnar og Atla? | |
„Við erum allavega enn saman svo kannski dýpkaði þetta eitthvað. | |
Þetta dýpkaði allavega samband mitt við tengdafjölskylduna,“ segir Ásrún og hlær. | |
Sjálf sá Ásrún verkið í Kaupmannahöfn með kollega sínum. | |
„Mér fannst svolítið erfitt að vera ekki með þér heldur einhverjum öðrum,“ segir hún og snýr sér að eiginmanninum. | |
„En það var gaman að sjá þetta því þetta er bara ein sena í miklu stærra verki og þegar maður sá þetta með hinum verkunum er þetta mjög flott. | |
Ég gat svolítið slitið mig frá þessu og var bara stolt. | |
Og þarna var litla baunin í maganum á mér,“ segir Ásrún sem var ófrísk af öðru barni hjónanna þegar senan var tekin upp. | |
„Þetta var bara fallegt.“ | |
Anna Marsibil Clausen ræddi við þau Ásrúnu og Atla í Ástarsögum á Rás 1. | |
Swansea með sigur í fyrri undanúrslitaleiknum | |
Swansea vann 1—0 sigur á Brentford í dramatískum leik. | |
Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum umspilsins um að komast upp í ensku úrvalsdeildina. | |
Leikurinn fór fram á heimavelli Swansea í Wales. | |
Staðan í hálfleik var 0–0. | |
Heimamenn í Swansea fengu víti á 64. mínútu en Andre Ayew brást bogalistin af vítapunktinum og lét verja frá sér. | |
Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Rico Henry, leikmaður Brentford, rauða spjaldið. | |
Brentford spilaði því restina af leiknum manni færri og á 82. mínútu nýttu leikmenn Swansea sér liðsmuninn. | |
Andre Ayew bætti þá upp vítaklúðrið með því að skora frábært mark og tryggði Swansea 1–0 sigur. | |
Swansea leiðir því 1–0 í einvíginu, en seinni leikurinn fer fram næsta miðvikudag á heimavelli Brentford. | |
Sendiherralaust í fimm ár frá árinu 2009 | |
Jeffrey Gunter Ross, bandaríski sendiherrann á Íslandi, er í kastljósi fjölmiðla eftir að CBS greindi frá því í morgun að hann vildi fá vopnaðan lífvörð þar sem hann óttaðist um líf sitt. | |
Það hefur þó ekki gengið þrautarlaust fyrir forseta Bandaríkjanna að skipa sendiherra hér á landi. | |
Frá því að Carol Van Voorst lét af embætti sendiherra Bandaríkjanna í apríllok 2009, hefur alls verið sendiherralaust á landinu í 62 mánuði, meira en fimm ár. | |
Van Voorst lét af embætti við sérkennilegar aðstæður, en Kastljós greindi frá því 2009 að hún hefði átt að fá Fálkaorðina. | |
Á leið á kveðjufund með forseta Íslands fékk hún símtal frá forsetaskrifstofunni þess efnis að hún yrði ekki sæmd orðunni. | |
Eftir að hún hvarf frá Íslandi kenndi hún alþjóðasamskipti við Army War College. | |
Sextán mánuðir liðu þar til eftirmaður Van Voorst kom til starfa, í september 2010. | |
Það má að einhverju leyti rekja til þess að Robert S. Connan hafði verið skipaður sem sendiherra en hætti svo við. | |
Við starfinu tók loks Loius Ariega hafði þá starfað í utanríkisþjónustunni um áratugaskeið. | |
Hann lét svo af störfum haustið 2013 og tók við embætti sendiherra í Guatemala. | |
Þá tók við annað sendiherralaust tímabil. | |
Robert Barber hlaut samþykki Bandaríkjaþings í janúar 2015 og kom til starfa skömmu síðar, en þá hafði enginn sendiherra verið á staðnum í 13 mánuði. | |
Barber var pólitískt skipaður en ekki diplómati, heldur hafði hann starfað sem lögmaður og stutt kosningasjóð Baracks Obama. | |
Hann lét af störfum um leið og Donald Trump tók við forsetaembættinu, 20. janúar 2017, eins og venjan er með pólitískt skipaða sendiherra. | |
Stjórn Trump var óvenjulengi að skipa bæði sendiherra og hátt setta embættismenn í stjórnkerfinu í Washington. | |
Því liðu tvö ár þar til Bandaríkjaþing boðaði Jeffrey Ross Gunter á sinn fund til að spyrja hann spjörunum úr og staðfesta að því loknu sem sendiherra á Íslandi. | |
Í vitnisburði sínum á þingi sagðist hann aldrei hafa komið til Íslands en oft til Vestur-Evrópu, en eiginkona hans, sem er látin, hefði verið af hollensku bergi brotin. | |
Gunter er pólitískt skipaður, var áður húðlæknir í Kaliforníu og hefur verið áberandi í samtökum gyðinga í Repúblíkanaflokknum, Republican Jewish Coalition. | |
Spilavítaeigendinn Sheldon Adelson stofnaði þau samtök en Adelson er ákafur stuðningsmaður Donalds Trump. | |
Gunter kom til starfa á Íslandi í maí 2019, en þá hafði enginn sendiherra verið á landinu frá því snemma árs 2017, í tvö ár og fjóra mánuði, sem er það lengsta sem dæmi eru um hérlendis. | |
Ástæðan er bæði hversu lengi stjórn Trumps var að tilnefna fólk í lykilembætti sem og að undanfarin ár hefur vinna Bandaríkjaþings dregist mjög á langinn, þar með talið að staðfesta sendiherra í embætti. | |
Frá 2009 hefur því samanlagt verið sendiherralaust á Íslandi í rúm fimm ár. | |
Það hefur þó ekki komið í veg fyrir framkvæmdir á vegum sendiráðsins sem opnaði nýverið höfuðstöðvar við Engjateig. | |
Framkvæmdirnar eru taldar hafa kostað um 6,5 milljarða en hnausþykkir öryggisveggir umlykja bygginguna og skothelt gler er í öllum gluggum. | |
Það virðist þó ekki hafa nægt til að fylla núverandi sendiherra öryggiskennd því hann er sagður óttast um líf sitt og hefur óskað eftir að fá vopnaðan lífvörð. | |
Fyrrum leikmaður ÍBV varð fyrir rasisma á Íslandi - „Það voru mistök að koma til Íslands“ | |
Tonny Mawejje, fyrrum leikmaður ÍBV, segist hafa orðið fyrir rasisma þegar hann var á Íslandi og að hann sjái eftir því að hafa komið til landsins. | |
Þetta kemur fram í viðtali við Tonny sem birtist á úgandska miðlinum Daily Monitor. | |
Tonny gekk nýlega til liðs við liðið Uganda Police FC sem leikur í efstu deild Úganda. | |
Í viðtalinu við Daily Monitor ræðir Tonny um margt, meðal annars tíma sinn hér á landi en hann spilaði með ÍBV, Val og Þrótti á Íslandi. | |
„Þegar ég kom til Íslands þá spilaði ég ekki á miðjunni eins og ég var vanur að spila. | |
Fyrirliði liðsins var í þeirri stöðu en auk þess var hann líka með treyjunúmerið sem ég vildi hafa svo ég fékk hvorugt af því sem ég vildi,“ segir Tonny en hann spilaði á hægri kantinum á leiktíðinni með ÍBV. | |
Meðal þess sem Tonny ræðir er rasismi sem hann varð fyrir á Íslandi. | |
Hann segir þetta vera vandamál sem margir svartir leikmenn verða fyrir þegar þeir spila í Evrópu. | |
„Þetta kom einu sinni fyrir mig en þar sem ég skildi ekki tungumálið þá hunsaði ég bara það sem var sagt við mig. | |
Seinna frétti ég síðan af málinu og þá spurði ég vin minn hvað málið snérist um. | |
Hann sagði mér þá að andstæðingur minn hafi látið rasísk ummæli falla um mig eftir að ég tæklaði hann.“ | |
Árið 2014 fór Tonny frá Íslandi til Noregs þar sem hann gekk til liðs við Haugesund. | |
Þar segist hann hafa gert þau mistök sem hann sér hvað mest eftir. | |
Tonny hafði ekki náð að koma sér í byrjunarliðið hjá Haugesund en hann vildi spila meira til að komast í landsliðið. | |
Þá bað hann um að fara aftur til Íslands á láni en hann gekk þá til liðs við Val. | |
„Það voru mistök að koma til Íslands aftur á láni. | |
Ég held að ef ég hefði verið lengur í Noregi þá hefði ég fengið tækifærið sem ég vildi fá,“ segir Tonny en hann vonaðist eftir því að ef hann myndi spila vel í Noregi þá kæmist hann líklega lengra. | |
Hann vill meina að lánið til Íslands hafi gert út af við draumana hans um að komast í stórlið í Evrópu. | |
Fundu orm í hálsi konu | |
Læknar á St. Luke's International Hospital í Tókýó fundu 3,8 sm langan svartan orm í hálskirtli konu sem þangað leitaði. | |
Læknum tókst að draga orminn út með töng. | |
Rannsókn leiddi í ljós að um sníkjudýr var að ræða. | |
CNN skýrir frá þessu. | |
Konan hafði nokkrum dögum áður borðað sashimi, sem eru þunnar kjötsneiðar. | |
Konunni batnaði fljótt eftir að ormurinn var fjarlægður en sníkjudýr á borð við þetta eru oft í hráu kjöti eða fiski. | |
Eftir að sushi ruddi sér til rúms á Vesturlöndum hefur tilfellum, þar sem sníkjudýr hafa borist í fólk, fjölgað að sögn CNN. | |
Óttast að önnur bylgja sé að hefjast í Evrópu | |
Spánn er nú í brennidepli í tengslum við áhyggjur af annarri bylgju kórónuveirunnar í Evrópu, en þar hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins að nýju. | |
Í Katalóníu hefur allt skemmtanalíf verið sett á ís í tvær vikur, en það eru fleiri borgir en Barcelóna þar sem smitum fer fjölgandi. | |
Önnur Evrópulönd hafa jafnframt gripið til aðgerða vegna fjölgunar smita á Spáni, en í Bretlandi þurfa allir að fara í sóttkví við heimkomuna frá Spáni, líkt og í Noregi, og Frakkar hafa verið varaðir við ferðalögum til Spánar. | |
Smitum er einnig að fjölga á ný í Frakklandi og Þýskalandi, þar sem stjórnvöld reyna að finna jafnvægi þess að hefta útbreiðslu veirunnar og koma efnahagslífinu aftur af stað. | |
Staðan í Evrópu er þó góð miðað við annars staðar í heiminum, en nýgengi smita á heimsvísu nálgast 300 þúsund á dag, en þar telja mest smit í Ameríku og Suður-Asíu. | |
Staðfest smit eru orðin 16 milljónir á heimsvísu, samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskóla, og eru dauðsföll sem staðfest er að tengjast veirunni orðin 644 þúsund. | |
Mósaíkverk Gerðar fær loks að njóta sín til fullnustu | |
Fyrir framan Tollhúsið í Reykjavík er stór og djúp hola. | |
Ofan í henni eru menn með appelsínugula hjálma. | |
Þar er líka stór grafa. | |
Og fleiri minni vinnuvélar. | |
Gatan er lokuð fyrir umferð. | |
En gangstéttin er fær og þar staldra nú margir við og virða fyrir sér listaverk úr milljónum mósaíkflísa — líkt og þeir hafi aldrei séð það áður. | |
Kannski hafa þeir aldrei séð það áður. | |
Að minnsta kosti ekki virt það fyrir sér. | |
Verkið hefur hingað til verið nokkuð falið, beint fyrir framan það voru bílastæði sem voru alltaf umsetin. | |
Fólk lagði þar, læsti bílnum í snarhasti og stökk svo af stað að sinna erindum sínum í miðborginni. | |
„Lífleg og fjölbreytileg almenningsrými“ og „aðlaðandi borgarbragur“ eru leiðarljós við endurgerð Tryggvagötunnar sem nú stendur yfir. | |
Markmiðið er að fegra svæðið og leyfa mósaíkverki Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu að njóta sýn betur. | |
Framan við verkið verður torg og þar sem svæðið liggur vel við sólu er það talið henta vel sem dvalarsvæði fyrir vegfarendur. | |
Listaverkið verður lýst upp og fær nú efniviðurinn að njóta sín betur en áður á þessum 142 fermetra fleti. | |
Á svæðinu verða einnig litlir „þokuúðarar“, nokkurs konar vatnsskúlptúrar, sem bjóða upp á leik og veita svæðinu ákveðna dulúð. | |
Með þessum hætti er endurbótunum lýst af Reykjavíkurborg sem stendur að framkvæmdum ásamt Veitum. | |
Lagnir vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu verða endurnýjaðar. | |
Margar þeirra eru komnar til ára sinna, en skólplögnin og kaldavatnslögnin eru frá árinu 1925 og hafa því þjónað íbúum og fyrirtækjum í miðbænum í tæpa öld. | |
Þegar gatan verður opnuð á ný að framkvæmdum loknum geta bílar ekið um hana aftur. | |
En hún verður þó einstefnugata og um leið skapast rólegra og aðgengilegra rýmri fyrir gangandi. | |
Í fróðleik um Tollhúsið á vef tollstjórans segir að húsið hafi verið tekið í notkun árið 1971 en arkitekt þess var Gísli Halldórsson. | |
Vegna þess að hafnarskemma náði í gegnum húsið myndaðist þar 250 fermetra gluggalaus veggflötur út að götu. | |
Byggingarnefnd og arkitekt voru sammála um að slíkur flötur myndi hafa slæm áhrif á heildargötumyndina, ef ekki væru gerðar sérstakar ráðstafanir til að prýða útlit hússins. | |
Aðilar urðu því sammála um að reikna með því að láta setja þarna upp varanlegt listaverk. | |
Á þessum tíma fór mikið orð af Gerði Helgadóttur, listakonu, segir í samantektinni. | |
Hafði hún unnið mikið að mósaíklistaverkum í Þýskalandi og víðar. | |
Afráðið var að hafa fyrst samband við hana áður en ákveðið yrði hvort efnt yrði til samkeppni um verkið. | |
Oft hafði verið rætt um að verkið þyrfti að spegla lífið við höfnina, enda hafði höfnin verið lífæð Reykjavíkur síðan hún var gerð. | |
Þegar rætt var við listakonuna varð hún að trax hugfangin af slíku verki. | |
Varð að samkomulagi að hún fengi teikningar og aðra aðstoð áður en hún færi aftur af landi brott, þar sem hún myndi vinna við tillögurnar erlendis. | |
Gerður fékk þann tíma sem hún ákvað sjálf að þyrfti, og þegar hún sneri aftur heim lagði hún nokkrar tillögur fram til umræðu. | |
Samþykkt var án tafar að biðja hana um að vinna verkið. | |
Jafnframt var óskað eftir að gera heildarsamning við hana og hið fræga listaverkafyrirtæki í Þýskalandi, Bræðurna Oidtmann, en Gerður hafði lengi starfað með þeim að uppsetningu frægra listaverka víða um Evrópu. | |
Samningar tókust og Gerður vann listaverkið undir uppsetningu á verkstæði þeirra bræðra, sem sáu síðan um uppsetningu á Tollhúsið. | |
Allt verkið var einstaklega vel af hendi leyst, bæði af hálfu Gerðar Helgadóttur og Oidtmannbræðra, segir í samantektinni. | |
Hefur það æ síðan staðist óblíða íslenska veðráttu. | |
Það tók Gerði um tvö ár að vinna verkið, sem var unnið og sett upp á árunum 1972 og 1973. | |
Listakonan lést tveimur árum eftir að Tollhúsverkið var klárað, aðeins 47 ára gömul. | |
Undirbýr flutning fleiri stofnana út á land | |
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðar það að fleiri opinberar stofnanir verði fluttar út á land á næstunni. | |
Þetta sagði ráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. | |
Nýlega var tilkynnt um að brunamálasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði flutt norður á Sauðárkrók í haust. | |
Sex sérfræðingar á sviði brunamála starfa hjá stofnuninni en enginn þeirra hyggst fylgja stofnuninni norður og hefur Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna gagnrýnt búferlaflutningana. | |
„Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna. | |
Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. | |
Frekari flutninga,“ sagði Ásmundur. | |
Segist hann sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu opinberra stofnana um landið. | |
„Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,“ sagði Ásmundur, en hann tók einnig dæmi af öðrum stofnunum sem fluttar hafa verið út á land og skiptu miklu máli fyrir samfélög úti á landi, svo sem flutning Matvælastofnunar til Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og atvinnuleysistrygginga á Skagaströnd. | |
Allt það helsta frá seinni degi Meistaramóts | |
94. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum lauk á Þórsvelli á Akureyri í dag. | |
Nokkur mótsmet voru sett á seinni keppnisdeginum. | |
Reiknað var með spennandi keppni í sleggjukasti kvenna á Þórsvelli en Vigdís Jónsdóttir úr FH setti Íslandsmet í sleggjukasti árið 2014 sem stóð allt þar til Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR bætti metið í maí í fyrra. | |
Vigdís vann Íslandsmetið til baka fyrr í sumar og hefur verið í fantaformi upp á síðkastið, en hún hefur þríbætt Íslandsmetið það sem af er sumri. | |
Elísabet Rut hefur verið að glíma við meiðsli og náði sér ekki á strik í dag. | |
Hún átti aðeins eitt gilt kast af fimm, kastaði 25,69 metra, sem er langt frá hennar besta. | |
Vigdís kastaði lengst allra í dag, eða 60,08 metra í hennar síðustu tilraun og setti um leið mótsmet. | |
Íslandsmet hennar hún setti fyrr í júlí er 62,69 metrar og var hún því þó nokkuð frá því. | |
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir úr ÍR átti næstbesta kast dagsins en hún bætti sinn besta árangur með kasti upp á 50,18 metra. | |
Í karlaflokki vann FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi í sleggjukasti, öruggan sigur en hann kastaði 73,84 metra í sínu næst síðasta kasti og setti mótsmet. | |
Íslandsmet hans í greininni er 75,26 metrar. | |
Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari og Íslandsmethafi í kringlukasti, vann keppni í kúluvarpi á Þórsvelli í gær en í dag keppti hann í kringlukasti sem er hans aðalgrein. | |
Íslandsmet Guðna Vals er 65,53 metrar en hann kastaði lengst 59,13 metra í dag og tryggði sér sigurinn. | |
Valdimar Hjalti Erlendsson kastaði næstlengst í dag en hann átti eitt gilt kast sem dugði í 2. sætið, 49,43 metra. | |
Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafi í langstökki, vann langstökkskeppnina með yfirburðum en Hafdís stökk lengst 6,25 metra í dag sem er tæpum 40 cm frá Íslandsmeti hennar. | |
Í 200 metra hlaupi kvenna var það ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var spretthörðust en hún kom í mark á 24,04 sekúndum en Íslandsmet hennar í greininni er 23,45 sekúndur. | |
Guðbjörg Jóna var sigursæl á Akureyri en hún vann tvenn gullverðlaun í gær, í 100 metra hlaupi og í 4 x 100 metra boðhlaupi og þá einnig í 4 x 400 metra boðhlaupi í dag. | |
Í karlaflokki var Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH fyrstur í mark í 200 metra hlaupinu á 21,57 sekúndum, 0,3 sekúndum á undan Óliver Mána Samúelssyni úr Ármanni. | |
Líkt og Guðbjörg Jóna vann Kolbeinn Höður gull í 100 metrunum í gær sem og í 400 metra hlaupinu. | |
Fær ekki sekt fyrir 27 milljóna króna Bitcoin-uppskeru | |
Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu skattrannsóknarstjóra sem krafðist sektar yfir manni fyrir að vanframtelja fjármagnstekjur sínar sem voru til komnar vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. | |
Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hefði ekki fært skýr rök fyrir af hverju nauðsynlegt væri að sekta manninn. | |
Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að skattrannsóknarstjóri taldi manninn hafa staði skil á efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2016 og 2017. | |
Hann hefði vanframtalið fjármagnstekjur sínar sem væru til komnar vegna sölu af rafmyntinni Bitcoin upp á 27 milljónir, annað hvort viljandi eða af stórkostlegu hirðuleysi. | |
Sekta bæri manninn fyrir háttsemi sína. | |
Maðurinn hafnaði því í bréfi til nefndarinnar. | |
Hann gekkst þó við því að hafa árið 2016 selt rafmynt fyrir 27 milljónir. | |
Hana hefði hann eignast með greftri á árunum 2009 og 2010 þegar slíkt hefði bæði verið auðvelt og ódyrt með venjulegri heimilistölvu. | |
Þá benti hann á að þegar hann seldi rafmyntina hefði skattframkvæmd vegna slíkrar sölu verið verulega óljós og ófyrirsjáanleg. | |
Tæpast hefði verið hægt að ætlast til þess að almennir borgarar gerðu sér grein fyrir slíkum ráðstöfunum á skattframtali. | |
Hann hefði ekki ætlað að komast hjá því að greiða skatt af uppskerunni og hefði gert grein fyrir eign sinni á framtali sem innstæðu á gjaldeyrisreikningi. | |
Hann hefði spurst fyrir hjá bæði kunnáttumönnum og ríkisskattstjóra um hvernig þessu væri háttað en án árangurs. | |
Þá taldi hann að taka þyrfti tillit til þess að hann væri hvorki fæddur né uppalinn á Íslandi og hefði aðeins búið hér í nokkur ár þegar hann hóf að grafa eftir Bitcoin. | |
Hann hefði því verið í verri stöðu en aðrir til að kynna sér flóknar reglur sem skattyfirvöld hefðu ekki myndað sér skýra skoðun á. | |
Maðurinn taldi því rétt að skattar hans fyrir þessi tvö tekjuár yrðu endurákvarðaðir og álagi beitt en að öðru leyti ekki gerð refsing. | |
Þá ítrekaði hann að hann ynni á Íslandi og hefði borgað skatta hér á landi frá árinu 2012. | |
Hann hefði aldrei ætlað að koma sér undan skyldum sínum með ótilhlýðilegum hætti. | |
Krafan um sekt væri úr öllu hófi og myndi steypa honum í skuldir. | |
Brynjólfur vekur umtal: „Þessi maður skilur um hvað fótbolti er“ | |
Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. | |
Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. | |
Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. | |
Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1–0. | |
„Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. | |
Hann fór ekki í felur. | |
Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. | |
„Ég á að vera hérna fyrir fólkið.“ | |
„Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. | |
Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. | |
Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. | |
Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. | |
Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er. | |
„Ég er skemmtikraftur. | |
Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ | |
Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. | |
Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. | |
Leikmaður KR segist vilja fara frá félaginu - „Ég hef verið í sambandi við nokkur lið í B-deildinni“ | |
Tobias Thomsen, leikmaður KR í Pepsi Max-deildinni, virðist vera á förum frá liðinu. | |
Samkvæmt danska miðlinum Bold er Tobias tilbúinn að fara aftur heim til Danmerkur. | |
Fótbolti.net greindi einnig frá málinu. | |
Tobias vill ná byrjuninni á tímabilinu í heimalandinu en til þess þarf hann fyrst að segja upp samningnum sínum hjá KR þar sem danska deildin byrjar áður en þeirri íslensku líkur. | |
Félagið veit að ég sakna Danmerkur og hefur sýnt mér mikinn skilning,“ sagði Tobias í samtali við Bold. | |
„Ég hef verið í sambandi við nokkur lið í B-deildinni og mun líklega skipta yfir áður en íslenska tímabilinu lýkur. | |
Það eru ekki mörg lið í Danmörku sem geta leyft sér að borga upp samninginn minn hjá KR.“ | |
Þá segir hann að hann þurfi að öllum líkindum að taka á sig launalækkun í Danmörku. | |
„Félög í Danmörku hafa líklega fundið meira fyrir efnahagsáhrifum veirunnar heldur en á Íslandi.“ | |
Hjólahvíslarinn Bjartmar hefur endurheimt hjól fyrir milljónir - Svarar nú fyrir sig eftir umfjöllun DV | |
Í rúmt ár hefur Bjartmar Leósson átt sér áhugamál ólíkt flestum öðrum. | |
Hann þefar upp og bjargar týndum og stolnum reiðhjólum, rafhjólum og vespum. | |
Hefur Bjartmar áunnið sér nafnið „hjólahvíslarinn“ fyrir vikið. | |
Í gær varð svo uppi talsvert fjaðrafok þegar maður birti frásögn af samskiptum sínum við Bjartmar. | |
Vísaði DV þá í umræður á Facebook hóp Vesturbæinga þar sem fram kom að Bjartmar hafi tekið manninn á tal á Austurvelli og sagt vespuna mögulega vera stolna. | |
Var ekki annað hægt að lesa úr upphaflegu skrifum rafskutlumannsins en að Bjartmar hafi þjófkennt hann. | |
Þeim texta hefur nú verið breytt á Facebook og fyrirsögn upphaflegu fréttar DV uppfærð í samræmi við það. | |
Bjartmar segir upphaflegar fréttir af málinu alls ekki lýsandi fyrir það sem raunverulega gekk á í gær á Austurvelli. | |
Bjartmar sagðist hafa fengið upplýsingar frá fórnarlambi rafskutlustuldar um að þetta væru sannarlega sín rafskutla. | |
Þær upplýsingar fékk meintur eigandi frá öðrum, en upplýsingarnar reyndust rangar segir Bjartmar. | |
„Ég sá til gaursins og ég kannaðist við skutluna, enda með upplýsingar um að þarna væri rafskutla sem hafði verið saknað mjög lengi og leitað hafi verið að. | |
Ég hikaði vissulega fyrst, en þegar ég sá hann búa sig undir að aka af stað á skutlunni ákveð ég að kýla á að ræða við manninn. | |
Eigandinn var viss í sinni sök og ákvað ég því að eiga samtal við manninn. | |
Almennt fer ég mjög fínt í svona mál, en áður en ég náði að klára það sem ég hafði að segja hafði maðurinn tekið af mér orðið.“ | |
Bjartmar segir að maðurinn á rafskutlunni hafi undir eins boðið honum að sýna honum kvittunina fyrir hjólinu og hafi sjálfur kallað til lögreglu. | |
„Já, flott,“ sagði Bjartmar, „fáum þetta bara á hreint.“ | |
Svo fór að eigandi rafskutlunnar sannaði eignarhald á rafskutlunni sinni og ók af stað. | |
Síðar sagði réttur eigandi rafskutlunnar frá sögu sinni á Facebook, líkt og greindi frá í fyrri frétt. | |
Á þessu rúmu ári sem Bjartmar hefur lagt stund á þessa iðkun sína segist hann geta talið skiptin sem hann lenti upp á kant við fólk á fingrum annarar handar. | |
„Ég hef átt í friðsamlegum samskiptum við erfiðustu menn Reykjavíkur,“ sagði Bjartmar og bendir á að reiðhjólaþjófar séu langoftast minnstu bræður og systur samfélagsins, fíklar, geðfatlað fólk og annað fólk sem einhverra hluta vegna er á götunni. | |
„Fíknin er harður húsbóndi og einhvernveginn þarf að fjármagna næsta skammt, því miður er þjófnaður á svona lausafjármunum auðveld leið að því markmiði,“ segir Bjartmar. | |
„Samskipti mín við þetta fólk eru í raun svo góð að ég er komin með margt af því góða fólki með mér í lið. | |
Dæmi eru um að fólk hafi farið í meðferð og tekið sig á og leitað svo til mín og aðstoðað mig við það sem ég er að gera,“ segir hann. | |
Almennt séu samskipti Bjartmars við reiðhjólafólk á kurteisislegum nótum. | |
Sumir vita af honum og hvað hann er að gera og bjóðast friðsællega til þess að sýna honum kvittanir, stellnúmer hjóla og svo framvegis. | |
Reiðhjólaþjófnaður sé stórt vandamál sem lítið hefur verið fjallað um. | |
Ennfremur segir Bjartmar að lögreglan sé meira að segja farin að benda fólki á að tala við hann útaf stolnum reiðhjólum. | |
Bjartmar er ósáttur við fyrri fréttaflutning DV og segist ekki vera eitthverskonar sjálfskipuð lögregla í persónulegri leit að réttvísinni. | |
Aðspurður hvort hann sé nú samt ekki kominn á hálan ís með athæfi sínu, og hvort þetta sé ekki fyrst og fremst hlutverk lögreglu, segir Bjartmar svo vissulega vera. | |
„Auðvitað á löggan að gera þetta, en staðreynd málsins er að löggan er hreinlega ekki að sinna þessu. | |
Ég hef til að mynda horft upp á lögreglumenn keyra í burtu frá stórri hrúgu af stolnum hjólum. | |
Hún er hreint út sagt grútmáttlaus í þessum málum.“ | |
„Þegar löggan er ekki að gera neitt í þessu, og þetta er bara fyrir framan nefið á þér, og reynslan hefur sýnt að ég get náð árangri í þessum málaflokki, þá afhverju ekki?“ spyr Bjartmar. | |
Hann segist hafa náð svo miklum árangri í að hafa uppi á stolnum hjólum, að stundum rekist hann á sína „skjólstæðinga“ á götunni að þá hafi þeir bara rétt Bjartmari hjólin sem þeir höfðu áður náð sér í. | |
Þau skipti sem Bjartmar hefur kallað eftir aðstoð lögreglu hefur komið fyrir að hún hreinlega mæti ekki. | |
„Þetta er bara ekki að virka með lögregluna, og það er ekki mér að kenna og það er ekki eigendum reiðhjólanna að kenna,“ sagði Bjartmar og þykir það leitt að fórnarlömb reiðhjólaþjófnaða þurfi að líða fyrir tómlæti lögreglu í þessum málaflokki. | |
Um árangur Bjartmars er ekki deilt. | |
Víða má finna sögur af fólki þakka Bjartmari fyrir að hafa náð eigum sínum til þeirra aftur. | |
Sjálfur segir Bjartmar löngu vera búinn að týna tölunni á fjölda reiðhjóla sem hann hefur skilað, en upphæðirnir hlaupi sjálfsagt á milljónum, ef ekki milljónatugum. | |
Vega þar rafmagnsvespur, rafhjól og rafmagnsskutlur þungt, en rafhjól getur kostað upp undir hálfa milljón. | |
Bjartmar starfar að degi til á leikskóla og aðra hverja helgi vinnur hann á sambýli. | |
Reiðhjólaleitin hans er því ólaunuð vinna sem hann sinnir í frítíma sínum. | |
Lífeyrissjóðir og langir skuggar | |
Árið 2019 var mikið afmælisár í sögu lífeyrissjóða á Íslandi. | |
Embættismenn höfðu að vísu fengið eftirlaun frá Danakonungi allar götur frá 19. öld, en árið 1919 var stofnaður lífeyrissjóður embættismanna sem varð að lokum að lífeyrissjóði allra opinberra starfsmanna. | |
Grundvöllurinn að núverandi lífeyrissjóðum almennra launamanna var síðan lagður með allsherjar kjarasamningum á vinnumarkaði árið 1969 þar sem kveðið var á um atvinnutengda lífeyrissjóði með skylduaðild og fullgildri sjóðsöfnun frá ársbyrjun 1970. | |
Árið 1974 voru svo sett lög á grundvelli þessara samninga og lífeyriskerfið hélt áfram að eflast eftir það. | |
Lífeyriskerfi launamanna var ekki eina róttæka breytingin sem verkalýðshreyfing 20. aldar knúði fram með kjarabaráttu sinni. | |
Atvinnuleysistryggingar höfðu fengist með svipuðum hætti í sögufrægum verkfallsátökum árið 1955, og einnig fengu samtökin smám saman framgengt kröfum sínum um veikindarétt og sjúkrasjóði, veruleg orlofsréttindi, styttingu vinnutímans, umbætur í húsnæðismálum og fleira slíkt sem miklu skipti. | |
Öll þessi réttindi kostuðu mikla og stranga baráttu en reyndust, eftir á að hyggja, miklu meiri og varanlegri kjarabót en fjölgun auranna í launaumslaginu, sem hvarf jafnharðan í hít verðbólgunnar sem einkenndi tímabilið eftir stríð og fram til 1990 eins og margir muna. | |
Aðdragandinn að stofnun almennra lífeyrissjóða árið 1969 var bæði langur og flókinn. | |
Þó að mönnum kæmi að lokum saman um að sjóðirnir yrðu í reynd eign sjóðsfélaga varð verkalýðshreyfingin að fallast á að stjórnir þeirra skyldu skipaðar fulltrúum atvinnurekenda og sjóðsfélaga til jafns. | |
Á næstu árum eftir stofnun sjóðanna kom krafan um meirihluta verkafólks í stjórn sjóðanna oft til umræðu í samtökum launþega en hún náði þó aldrei fram að ganga, og því sitjum við enn uppi með það óeðlilega fyrirkomulag að fulltrúar sjóðsfélaga eru ekki í meirihluta í stjórnum sjóðanna. | |
Í 36. grein laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er fjallað um fjárfestingarstefnu sjóðanna. | |
Þar segir í 1. tölulið að „lífeyrissjóður skal hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.“ | |
Einnig segir í 5. tölulið: „Lífeyrissjóður skal setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum.“ | |
Í hluthafastefnu Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru meðal annars eftirfarandi ákvæði, í framhaldi af fyrrnefndum lagaákvæðum: | |
Lífeyrissjóðurinn er aðili að reglum Sameinuðu Þjóðanna (UN PRI) um ábyrgar fjárfestingar, ásamt mörgum af stærstu lífeyrissjóðum og fagfjárfestum vestanhafs og í Evrópu. | |
Í reglunum er fjallað um hvernig áhersla á umhverfisleg og samfélagsleg málefni auk góðra stjórnarhátta fyrirtækja getur stuðlað að bættum fjárfestingarárangri verðbréfasafna. | |
Þannig fari saman hagsmunir fjárfesta og markmið þjóðfélagsins í víðara samhengi. | |
LV telur mikilvægt að félög, einkum þau sem skráð eru á hlutabréfamarkaði, setji sér opinbera stefnu um: að viðhafa góða stjórnarhætti starfskjör samfélagslega ábyrgð og umhverfismál. | |
Lífeyrissjóðurinn Gildi, sem er með stærstu sjóðum landsins, hefur sett sér „stefnu um ábyrgar fjárfestingar“ og þar eru ákvæði af svipuðum toga. | |
Þetta er allt rifjað upp hér sem inngangur að nýjasta tískuorði íslenskunnar, „skuggastjórnun“. | |
Þar sem orðið er nýtt í málinu er þess ekki von að það hafi verið skilgreint til hlítar, en mér sýnist eftirfarandi skilgreining nú vera „mest tekin“: Skuggastjórnun er það þegar forystumaður í stéttarfélagi segir í fjölmiðlum að hann ætli að senda fulltrúum félagsins í stjórn lífeyrissjóðs tilmæli eða fyrirmæli um hvernig þeir eigi að taka afstöðu í tilteknu máli. | |
Ef þeir fari ekki eftir tilmælunum verði þeir látnir víkja úr stjórninni við fyrsta hentugleika. | |
Ef forystumaðurinn fer ekki með þetta í fjölmiðla og talar ekki um uppsögn, þá er það hins vegar ekki „skuggastjórnun“ enda eru svoleiðis samskipti milli manna auðvitað altíð í fjármálaheiminum eins og annars staðar. | |
Ég læt lesandann um að hugleiða hvor leiðin honum finnst „skuggalegri.“ | |
Það eru einkum tveir menn sem hafa reynt að móta þessa skilgreiningu þegar þetta er skrifað, að morgni laugardagsins 25. júlí 2020. | |
Það eru þeir Hörður Ægisson blaðamaður á Fréttablaðinu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. | |
Tilefnið hjá báðum varð til eftir að Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sagt frá þeirri ætlun sinni að slíta samningum félagsins við flugfreyjur og flugþjóna (segja þeim upp), og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur sendi þá út þau tilmæli til fulltrúa félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að styðja ekki hugsanleg kaup sjóðsins á hlutabréfum í félaginu, ella kynnu þeir að verða látnir víkja. | |
Nokkru síðar dró Bogi Nils ákvörðun sína til baka og í kjölfarið fór Ragnar Þór sömu leið með tilmæli sín sem miðuðust auðvitað við ákvörðun Boga. | |
Engu að síður sáu þeir Hörður og Ásgeir ástæðu til að fjölyrða um málið í föstudagsblaði Fréttablaðsins með stórum orðum um skuggastjórnun, lögbrot og ríka þörf fyrir breytingar á lögum. | |
Þar átti lítil þúfa sannarlega að velta þungu hlassi þótt blessuð þúfan hefði verið í viðtengingarhætti og auk þess verið þurrkuð út snarlega. | |
Þar sem málið er mikilvægt skulum við huga að efninu sjálfu í lokin. | |
Ég rakti hér á undan þau atriði í lögum um lífeyrissjóði sem lúta að þessu máli. | |
Í þeim felst að sjóðstjórnum ber að gæta hagsmuna sjóðfélaga og hafa siðferðileg viðmið í fjárfestingum, og þessi atriði eru útfærð nánar í samþykktum bæði Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna eins og ég nefndi. | |
Lífeyrissjóðir eiga hins vegar EKKI að horfa eingöngu til skammtíma arðsemissjónarmiða í fjárfestingum sínum. | |
Slíkt væri einmitt stórhættuleg stefna og þarf ekki að leita lengi að dæmum um slíkt í fortíðinni, þar sem stór útlán banka og sjóða hafa runnið til siðlausra ævintýramanna og umhverfissóða, með hörmulegum afleiðingum. | |
Forstjóri Icelandair var augljóslega á hálum ís þegar honum datt í hug að þurrka út heilan hóp starfsmanna, draga þannig verulega úr þeirri velvild sem félagið hefur notið á íslenskum markaði og veikja stöðu þess gagnvart fjárfestum. | |
Sem betur fer sá hann að sér og dró þetta til baka. | |
Tíminn leiðir í ljós hvort það dugir til þess að fjárfesting lífeyrissjóða í félaginu geti talist ábyrg gagnvart sjóðfélögum þegar upp er staðið. | |
Höfundur er fyrrverandi prófessor í eðlisfræði og vísindasögu. | |
Einn hinna smituðu viðhafði ekki heimkomusmitgát | |
Einn þeirra þriggja sem greindust með Covid-19 á landinu í gær kom til landsins frá Eystrasaltsríki þann 15. júlí síðastliðinn, fyrir um einni og hálfri viku síðan. | |
Hann er Íslendingur sem er þó ekki búsettur hér að staðaldri og fékk því ekki skýrar leiðbeiningar um að viðhafa svokallaða heimkomusmitgát eftir komuna til landsins og fara í aðra sýnatöku nokkrum dögum eftir komuna. | |
Hann fékk neikvætt úr skimun við landamærin. | |
„En hann er í íslensku samfélagi og í raun átt að fara í það úrræði,“ segir Kamilla Jósepsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði hjá Landlækni og staðgengill sóttvarnalæknis á meðan hann er í sumarfríi, í samtali við Fréttablaðið í dag. | |
„Hann notaði enska skráningarformið og þar er ekki skylda að skrá kennitöluna og ef kennitalan er ekki skráð þá ertu ekki boðaður sjálfkrafa í seinna sýnið.“ | |
Hún segir að maðurinn hafi getað notað enska skráningarformið vegna þess að hann er í raun búsettur erlendis en vegna tengslanets hans á landinu sem Íslendingur hefði hann frekar átt að nota það íslenska. | |
Hann hafi þó ekki áttað sig á þessu. | |
„Þegar kennitalan er ekki skráð þá þarftu að sækjast eftir því sjálfur að koma í seinni sýnatökuna. | |
Hvorki hann né vinnuveitandi hans virðast hafa gert sér grein fyrir að það væri rétta leiðin,“ segir Kamilla. | |
„Þannig það er ljóst að við þurfum að efla upplýsingagjöfina um þetta á meðan við finnum einhverja leið til þess að gera sjálfvirkt boðunarkerfi þó að Íslendingar skrái ekki kennitöluna sína. | |
Eða þá að gera það einhvern veginn augljósara hverjir eru þátttakendur í íslensku samfélagi í skráningarkerfinu,“ útskýrir hún. | |
Sem betur fer umgekkst viðkomandi þó fáa við komuna til landsins þó að hann sé skilgreindur sem þátttakandi í íslensku samfélagi, verandi Íslendingur. | |
Aðeins hafa sex verið sendir í sóttkví eftir að hann greindist í gær og voru þessir sex allir í samneyti við hann. | |
Þeir eiga eftir að fara í sýnatöku en tveir þeirra eru þó farnir að sýna einkenni Covid-19 smits. | |
Maðurinn fékk neikvætt úr sýnatöku sinni við landamærin þann 15. júlí. | |
Kamilla segir líklegt að hann hafi verið það nýlega smitaður af veirunni að hún hafi ekki enn getað greinst í honum þegar sýnið var tekið við landamærin. | |
Hún vill þó ekki útiloka að maðurinn hafi smitast hér á Íslandi en ekki borið veirunni með sér til landsins. | |
„Það er ekki alveg hægt að halda því fram að þetta sé örugglega innflutt smit af því að það er það langt síðan að hann kom til landsins að hann gæti hafa verið útsettur hér eins og þessir tveir sem hafa valdið smá styr í tengslum við íþróttamótin.“ | |
Það segir hún þó að sé mjög ólíklegt vegna þess hve fáa maðurinn umgekkst hér. | |
„Það er í raun mjög ólíklegt,“ segir Kamilla en tekur fram að ekki sé hægt að útiloka það fyrr en Íslensk erfðagreining er búin að raðgreina veiruna í manninum. | |
„Ef við fáum veirutýpu sem hefur ekki sést hér áður þá er nánast öruggt að hann hafi borið hana til landsins.“ | |
Piparspreyi og sprengjum beitt gegn mótmælendum | |
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Seattle í nótt. | |
Lögregla beitti mótmælendur piparsprey og óbanvænum handsprengjum, en mótmælendur brutu rúður og kveiktu í. | |
45 mótmælendur voru handteknir og 21 lögregluþjónn slasaðist. | |
Lögregluofbeldi og kynþáttafordómum var mótmælt víða í Bandaríkjunum í gærkvöldi, en mótmælin í Seattle voru til stuðnings mótmælendum í Portland í Oregon-ríki. | |
Í Austin í Texas-ríki var einn mótmælandi skotinn til bana. | |
Eftir því sem fram kemur á BBC hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. | |
Í Seattle komu þúsundir saman í friðsömum mótmælum. | |
Hópur fólks kveikti síðan í byggingarsvæði og brutu rúður í dómshúsi borgarinnar. | |
Í kjölfarið sagði lögregla mótmælin vera óeirðir og til átaka kom milli hópa mótmælenda og lögreglu. | |
Krefjast réttlætis Í Aurora, Colorado, var Elijah McClain, 23 ára gamals svarts karlmanns sem var myrtur af lögreglu í ágúst á síðasta ári, minnst af mótmælendum. | |
Bíll ók í gegnum hóp mótmælenda í borginni en engin slasaðist. | |
Í Louisville, Kentucky, komu hundruð liðsmenn þjóðvarðliða svartra saman og kröfðust réttlætis fyrir Breonnu Taylor, 26 ára gamallar svartrar konu sem var myrt af lögreglu á heimili sínu í mars síðastliðnum. | |
Hópurinn bar skotvopn og gekk í fylkingum að lokuðum gatnamótum þar sem lögregla aðskyldi hópinn frá hópi fólks sem mótmælti mótmælunum og bar einnig skotvopn. | |
Þá voru 75 handteknir í Omaha, Nebraska, þar sem mótmælendur minntust James Scurlock, 22 ára gamals svarts manns sem var myrtur af hvítum bareiganda í maí. | |
Solskjær: Ekki leikurinn sem skilgreinir tímabilið okkar | |
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins við Leicester í dag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. | |
Ef United tapar leiknum, og Chelsea tapar ekki gegn Wolves, enda Solskjær og hans menn í 5. sæti og missa þar með af Meistaradeildarsæti. | |
Þá ættu þeir þó enn von um að komast í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina í næsta mánuði. | |
„Við erum ekki komnir á endastöð. | |
Ef að við náum í stig gegn Leicester held ég að fólk muni segja að við höfum nú ekki átt slæmt tímabil,“ sagði Solskjær. | |
„En hvað sem gerist þá er þetta ekki endirinn á okkar ferðalagi því við eigum enn talsvert í land með að ná liðunum tveimur fyrir ofan okkur,“ sagði Solskjær. | |
Ljóst er að taugar manna verða þandar kl. 15 í dag en Solskjær reyndi að láta eins og að um hvern annan leik væri að ræða. | |
„Ef að maður vill tilheyra Manchester United þá verður maður að venjast því að vera undir pressu í síðasta leik tímabilsins. | |
Þetta er ekkert nýtt, og á þessu byggir félagið. | |
Við höfum búið okkur til frábært tækifæri til að enda tímabilið vel og nú er það okkar að nýta það,“ sagði Solskjær. | |
„Þetta er ekki mikilvægasti leikur tímabilsins, þetta er bara næsti leikur. | |
Þú getur spurt hvern sem er í fótboltanum, næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. | |
Úrslitin skilgreina ekki tímabilið okkar, við höfum þegar átt margar stundir sem að skilgreina þetta tímabil.“ | |
„Koma Bruno Fernandes breytti miklu fyrir okkur og ég tel að heilt yfir séum við í betra formi og mun sterkari andlega en á síðasta tímabili,“ sagði Solskjær. | |
65.000 smit á sólahring | |
65.490 ný smit kórónuveirunnar greindust í Bandaríkjunum í gær samkvæmt John Hopkins-háskóla. | |
Alls hafa 4.178.021 smit verið staðfest vestanhafs frá upphafi faraldursins þar í landi. | |
900 létust af völdum veirunnar í gær en síðustu fjóra daga fram að því voru dauðsföll vegna veirunnar fleiri en 1.000 á sólarhring. | |
Alls hafa 146.460 dauðsföll vegna veirunnar verið staðfest í Bandaríkjunum. | |
Fram kemur í frétt CNN að samkvæmt spálíkani sóttvarnayfirvalda Bandaríkjanna verði fjöldi dauðsfalla af völdum veirunnar orðinn 175.000 15. ágúst næstkomandi. | |
Óttast aðra bylgju faraldursins | |
Stjórnvöld á Spáni reyna nú af veikum mætti að halda aftur af aukinni útbreiðslu COVID—19 í landinu. | |
Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá yfir 920 nýjum tilfellum COVID—19, bæði á fimmtudag og föstudag. | |
Þar hafa ekki fleiri greinst á einum sólarhring frá því í byrjun maí og koma fregnirnar á sama tíma og Spánverjar byrja að aflétta einu strangasta útgöngubanni í Evrópu. | |
Bakslagið leiddi til þess að bresk yfirvöld skylda nú farþega sem koma frá Spáni til að fara í sóttkví við heimkomu. | |
Viku áður var Spánn á lista Breta yfir örugg ríki. | |
Ástandið er hvað verst í Katalóníu í norðausturhluta Spánar þar sem stjórnvöld hafa gripið til víðtækari takmarkana til að reyna að stemma stigu við vextinum. | |
Í höfuðborginni Barselóna verður skemmtistöðum lokað næstu tvær vikurnar og öldurhúsum gert að loka á miðnætti. | |
Þá er útgöngubann nú í gildi fyrir 200 þúsund íbúa í Segria-sýslu í vesturhluta Katalóníu. | |
Talið er að ákvörðun Breta muni hafa neikvæð áhrif á spænskan efnahag sem reiðir sig mikið á komu erlendra ferðamanna og er illa leikinn eftir faraldurinn. | |
Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlandi, aflýsti öllum flugferðum sem fyrirhugaðar voru í dag til Spánar og Kanaríeyjanna. | |
Stjórnvöld víða um heim eru sögð undirbúa sig undir seinni bylgju faraldursins en lítill áhugi virðist vera á því að grípa aftur til umfangsmikils útgöngubanns sem hefur víða lagt efnahaginn í rúst. | |
Til að mynda hefur Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, tekið mjög illa í slíkt og líkt því við kjarnorkuvopn sem hann vilji ekki nota. | |
Þá hefur Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagt að þjóðin „myndi ekki komast lífs af, efnhagslega eða félagslega,“ ef aftur yrði gripið til útgöngubanns á landsvísu. | |
Vonast margir ráðamenn til þess staðbundin úrræði sem nái til íbúa einstaka bæja, borga eða svæða muni duga til þess að halda aftur af veirunni í næstu umferð ef til hennar kemur. | |
Fimm ný smit á Íslandi - Þrjú innanlands | |
Þrjú innanlandssmit greindust í gær auk tveggja til viðbótar við landamærin. | |
Þannig greindust fimm einstaklingar með jákvætt Covid-19 smit í gær á Íslandi. | |
Í tilkynningu almannavarna segir að eitt smitið tengist smitinu sem greint var frá í gær á ReyCUP fótboltamótinu. | |
Hefur sá verið sendur í einangrun og sextán sem voru í nánu samneyti við hann í sóttkví. | |
Sá smitaði var þátttakandi í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er samkvæmt tilkynningunni, „einungis hluti íþróttaliðsins“ í sóttkví. | |
Aðrir sem sendir voru í sóttkví tengjast manninum á annan hátt. | |
Uppruni þessa smits er ófundinn og smitrakning í fullum gangi hjá smitrakningateymi ríkislögreglustjóra. | |
Mótshaldarar ReyCUP mótsins hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem enn eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. | |
Þó vöktu myndir af mótinu gær athygli þar sem sjá mátti í mjög nánu samneyti að fagna góðu gengi síns liðs úti á vellinum. | |
Rétt fyrir kl 11 í dag birtu mótshaldarar eftirfarandi tilkynningu á Facebook síðu sinni. | |
Þar stendur „ATH: Foreldrar vinsamlegast virðið þær reglur að keppendur sækja sjálf dótið sitt í skólanum. | |
Foreldrum er EKKI heimilt að gera það. | |
Takk fyrir sýndan skilning.“ | |
Annað smit greindist í gær en tengist það smiti sem greint var frá í fyrradag. | |
Segir í tilkynningunni: „Íslensk erfðagreining hefur raðgreint smitin og komið hefur í ljós ný tegund veiru sem hefur ekki greinst hér áður.“ | |
Unnið er að smitrakningu í því máli einnig og er sá smitaði í einangrun og 12 í sóttkví vegna smitsins. | |
Þriðja smitið sem um ræðir er frá manni sem kom til Íslands fyrir 11 dögum síðan, 15. júlí. | |
Hann greindist á suðvesturhorni landsins. | |
Sá er nú í einangrun og sex sem voru í nánu samneyti við hann í sóttkví. | |
Tveir af þeim eru þegar farnir að sýna einkenni veirusmits. | |
Þar að auki greindust tveir við landamærin og er beðið eftir niðurstöðu frekari rannsókna eins og verkferill í smitum við landamæri kveða á um. | |
Að lokum segir í tilkynningunni: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. | |
Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. | |
Patreksfjörður segir tjaldsvæðið uppbókað um verslunarmannahelgi - Beinir gestum annað | |
Tjaldsvæðið á Patreksfirði er fullbókað um helgina, samkvæmt tilkynningu Vesturbyggðar. | |
Er gestum bent á að skoða aðra gistimöguleika. | |
Nefnir Vesturbyggð Bíldudal, Tálknafjörð, Melanes á Rauðasandi, Hótel Flókalund og Hótel Breiðavík sem aðra valkosti í stöðunni. | |
Nóg er um að vera á Patreksfirði þessa helgi, því eins og fyrri ár verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda haldin í bænum. | |
Hún hefur verið haldið síðan árið 2007 og því orðin að sterkri hefð í bænum. | |
Af ásókn í tjaldsvæðið að dæma má búast við góðri mætingu þetta árið, ef veður setur ekki strik í reikning, en DV sagði fyrr í dag frá afleitri spá. | |
Má þó búast við versta veðrinu sunnantil, og von fyrir Patreksfirðinga. | |
Vefurinn bb.is sagði fyrst frá, og sagði að allar aðrar gistingar í bænum væru þegar fullbókaðar. | |
Heilt fjölbýlishús grotnar niður á besta stað í borginni | |
Rúmenskir verkamenn búa frítt á Dunhaga 18–20. | |
Á meðan sækjast eigendur eftir byggingarleyfi til endurbóta en erindi þeirra hefur velkst um í kerfinu í á þriðja ár. | |
Í einu elsta, grónasta og dýrasta hverfi Reykjavíkurborgar stendur veglegt fjölbýlishús á þremur hæðum. | |
Á jarðhæð hússins er um 600 fermetra verslunarrými. | |
Bakvið húsið eru dyr tveggja stigaganga sem hvor um sig geymir fjórar nokkuð veglegar íbúðir. | |
Eru þær á bilinu 93–130 fermetrar, þó flestar yfir 100. | |
Húsið hefur talsverða sögu að geyma. | |
Það var reist 1959 og hefur m.a. hýst vídeóleigu, Skóstofuna, mjólkurbúð Mjólkursamsölunnar, Jóa byssusmið, fisksölu og nú síðast Háskólaprent. | |
Húsið hefur, svo vægt sé til orða tekið, munað sinn fífil fegurri. | |
Húsið liggur nú undir miklum skemmdum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. | |
Eigandi hússins er D18 ehf. | |
Eigendur D18 ehf. eru samkvæmt fyrirtækjaskrá meðal annarra Magnús Magnússon og Guðrún Helga Lárusdóttir. | |
Magnús fór fyrir eigendahópi Borgunar og var forsvarsmaður eignarhaldsfélagsins Borgunar. | |
Í hópi eigenda eignarhaldsfélagsins Borgunar er Stálskip ehf. | |
Stálskip ehf. er fjárfestingarfélag Guðrúnar Helgu Lárusdóttur og barna hennar. | |
Guðrún er jafnframt eigandi þriðjungshlutar í D18 ehf. | |
Guðrún og eiginmaður hennar, Ágúst Guðmundur Sigurðsson, ráku eitt sinn útgerðina Stálskip. | |
D18 ehf. keypti húsið sumarið 2009 og hefur því lítið sem ekkert verið haldið við síðan þá. | |
Segja nágrannar að ástand hússins hafi versnað stöðugt síðan, þó mest á nýliðnum árum. | |
Á Facebooksíðu íbúa í hverfinu segir einn íbúi að húsið hafi „ekki verið sérlega líflegt síðustu ár“. | |
Þar kann að spila inn í að eigendur hafa um nokkurra ára skeið sóst eftir því að breyta húsinu og lóðinni. | |
Aðrir nágrannar segja húsið lengi ekki hafa verið í lagi. | |
„Það er löngu tímabært að gera eitthvað almennilegt við þennan blett og leiðinlegt að þetta hafi dregist svona.“ | |
Segir hann jafnframt að hann sé fúll út í eigendur hússins fyrir að hafa ekki drifið sig í að klára þetta, fundið einhvern sameiginlegan flöt með nágrönnum hússins og hætt þessu „lögfræðistappi“. | |
„Gera þetta bara í samráði við samfélagið í kring svo hægt sé að drífa í þessu og klára það.“ | |
„Lögfræðistappið“ sem íbúinn vísar til er skipulagsferli reitsins sem hefur verið í gangi a.m.k. síðan 2017. | |
Sóttust þá eigendur Dunhaga 18 og 20 eftir heimild til að byggja hæð ofan á núverandi fjölbýlishús og fyrir aftan húsið, nýtt lyftuhús og viðbyggingu á einni hæð auk kjallara. | |
Byggingarleyfið sem veitt var fyrir þeirri framkvæmd var kært til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál og felldi nefndin það úr gildi þar sem framkvæmdin átti sér ekki stoð í deiliskipulagi og grenndarkynning var ekki fullnægjandi. | |
Reykjavíkurborg fór þá af stað með deiliskipulagsvinnu og lauk henni með auglýsingu í Stjórnartíðindum í júlí í fyrra. | |
Það skipulag var einnig kært og felldi nefndin það úr gildi í mars 2020. | |
Á þessum tímapunkti voru því nærri þrjú ár liðin frá upphaflegri umsókn um byggingaleyfi og eigendur hússins á byrjunarreit. | |
Húsið hafði á þessum tíma drabbast niður töluvert og nágrannar teknir að þreytast. | |
Þegar DV spurði nágranna hússins út í ástandið og viðbrögð nágranna voru svörin á ýmsa vegu. | |
Sumir höfðu skilning á ætlunum eigenda hússins, aðrir alls ekki. | |
Aðrir beindu reiðinni að borginni, aðrir ekki. | |
Aðrir voru bara reiðir en ekkert endilega út í neinn. | |
Enn aðrir sögðu bílastæðin þrætuepli, en nágrannar hafa nýtt ónotuð bílastæði Dunhaga 18–20 undir sín ökutæki. | |
Einn kærandi í málinu sagðist langþreyttur á stjórnsýslunni: | |
„Að við skulum þurfa að fara í gegnum ferlið í þrígang er alveg ótrúlegt. | |
Það er eins og Reykjavíkurborg kunni ekki að lesa.“ | |
Í dag stendur húsið tómt, yfirgefið og er vanrækt. | |
Minnisvarði um svifaseina stjórnsýslu borgarinnar og göfugar ætlanir eiganda og margra ára vinnu þeirra sem nú er á byrjunarreit. | |
Þegar blaðamann bar að garði á Dunhaga 18 blöstu við honum galopnar dyr og ruslahrúgur. | |
Playstation-tölva og nýlegt sjónvarp lágu innan um annað rusl á jörðinni — fórnarlömb íslenskrar sumarbleytu. | |
Opið var inn í gömlu skrifstofu Háskólaprents og þar talsvert af köttum af hlandlyktinni að dæma. | |
Ljóst er að einhver hefur hreiðað um sig í einu horninu en enginn sjáanlegur. | |
Staflar af sófum og rúmum og nokkur bretti af jarðfræðiblaðsíðum, sem eflaust áttu að verða að bók, blöstu við. | |
Stigagangar íbúðarhússins voru jafnframt opnir og líf í þeim báðum. | |
Blaðamaður var svo heppinn að rekast á íbúa annars þeirra. | |
Voru þar Rúmenar að sjóða sér kartöflurétt í kvöldmat og buðu blaðamanni inn. | |
Rúmenarnir vinna fyrir starfsmannaleiguna Ztrongforce ehf. | |
Þeir hafa verið þar um einhverja hríð og herma heimildir DV að fyrirtækið hafi ekkert greitt fyrir húsnæðið nema hita og rafmagn. | |
Vegna ástands hússins þykir ekki forsvaranlegt að innheimta leigu. | |
Af stæðum pósts í anddyri hússins að dæma er ljóst að þar hefur búið einhver fjöldi af erlendu verkafólki á síðustu misserum. | |
Rekstur starfsmannaleiga hefur ekki farið varhluta af Covid-19-ástandinu, enda samdráttur í ferðamennsku leitt til samdráttar í byggingageiranum og þessir tveir bransar verið hvað duglegastir að nýta sér þjónustu starfsmannaleiga. | |
Engu að síður virtust heimilismenn á Dunhaga 18 hafa nóg að gera og héngu vinnugallarnir og vettlingarnir í sameigninni til þerris eftir langan vinnudag í rigningunni. | |
Tekið skal fram að þrátt fyrir ömurlegt ástand hússins virtist íbúðinni sem strákarnir deildu vera ágætlega viðhaldið. | |
Þegar blaðamaður kvaddi strákana rúmensku varð honum kaldhæðnin skyndilega skýr: Á besta stað í Reykjavík stendur 1.500 fermetra fasteign niðurnídd. | |
Eigendur vilja breyta húsinu til batnaðar og nágrannar vilja bætt ástand en deila um skilgreininguna á „batnaði“. | |
Á milli situr svo skipulagssvið borgarinnar á byrjunarreit, fórnarlamb endalausra áfrýjunarleiða og kærumöguleika í skipulagsferlinu og svifaseinnar úrlausnar Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. | |
Í húsinu búa svo rúmenskir verkamenn, kannski einmitt þeir sem fara í að bæta ástandið, þegar Íslendingarnir hætta að rífast. | |
Greinin birtist upphaflega í helgarblaði DV 17. júlí. | |
Í átak gegn ofþyngd í kjölfar kórónuveirufaraldurs | |
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, mun veita 10 milljónum punda í herferð gegn ofþyngd, sem mun meðal annars felast í bann við skyndibitaauglýsingum, í kjölfar þess að hann veiktist alvarlega, að hluta til vegna þyngdar sinnar. | |
Til stendur að Johnson kynni herferðina, sem hefur fengið heitið Betri heilsa, á morgun, mánudag, en með herferðinni verða læknar hvattir til þess að ávísa hjólreiðum fyrir skjólstæðinga sína í ofþyngd og verður auk þess ráðist í átak við fjölgun hjólreiðastíga. | |
Þá verða auglýsingar skyndibitastaða í sjónvarpi bannaðar fyrir klukkan 21 á kvöldin, samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla. | |
„COVID—19 hefur vakið okkur gagnvart skamm- og langtímaáhættum þess að vera í ofþyngd, og forsætisráðherrann er staðráðinn í að við verðum að nota tímann til þess að verða heilsuhraustari, virkari og borða heilsusamlegra fæði,“ er haft eftir talsmanni stjórnvalda. | |
Johnson hefur sjálfur átt við þyngdarvandamál að stríða, en hann var lagður inn á gjörgæslu þegar hann smitaðist af kórónuveirunni í vor, og er það að hluta til þyngdar hans vegna sem hann er talinn hafa veikst svo alvarlega. | |
Konur betur til þess fallnar að leiða breytingarnar | |
Sagði hún að nýja stjórnarskráin væri stærsta skrefið sem þjóðin geti tekið í átt að meiri valddreifingu, gagnsæi og í því að vinna gegn spillingu og að hagsmunum heildarinnar. | |
„Við þurfum að fara að skipta um gír svolítið núna og hver er betur til þess fallinn að leiða þannig breytingar heldur en sá hópur samfélagsins sem á auðveldara með að vera í þessum gildum. | |
Það eru konur,“ sagði Helga. | |
„Konur á Íslandi eru frægar fyrir sína kvennasamstöðu. | |
Að standa saman og vera saman í að leiða breytingar. | |
Þannig að nú er bara komið að okkur að leiða þessar breytingar.“ | |
Sagðist hún vera svolítið uggandi yfir áherslunni á Ísland sem „best í heimi“ í bæði kynjajafnrétti og mannréttingum. | |
„Þá erum við ekki jafn tilbúin að skoða hvað þarf að gera. | |
Eins og Þjóðverjar eru mjög meðvitaðir um sína sögu og skoða allt sem þarf að gera. | |
Það er hellingur. | |
Við verðum að vita hvaðan við erum að koma og þekkja söguna og hlusta. | |
Hlusta á raddir jaðarsettra hópa. | |
Við búum ekki við sömu reglur öll hérna,“ sagði Helga. | |
Aðspurð sagði hún konur vera að mörgu leyti í góðum málum á Íslandi en bætti við að eins og víða annars staðar byggju Íslendingar við rosalega karllæg gildi. | |
Sagði hún að stjórnmálin snerust til að mynda um eigin hagsmuni, yfirráð og völd sem væru þau öfl sem viðhéldu misrétti í öllum samfélögum. | |
„Konur eru nú búnar að stofna þennan hóp og koma saman og eru bara orðnar svolítið pirraðar á því að Alþingi ætli trekk í trekk að horfa framhjá þessari þjóðaratkvæðagreiðslu frá 2012,“ sagði hún. | |
„Það eru þessi kvenlægu gildi sem við erum að hugsa þetta út frá. | |
Út frá mannréttindum og náttúruvernd, samvinnu og að við sitjum öll raunverulega við sama borð,“ sagði hún og bætti við að fyrrnefnd gildi væru grunngildin í nýju stjórnarskránni. | |
„Við erum mjög ríkt land af náttúruauðlyndum og það er fáránlegt að hér sé fólk sem búi við fátækt. | |
Það er fáránlegt, við getum skipt öðruvísi,“ sagði Helga. | |
„Það er fáránlegt að það sé eitthvað náttúrulögmál að kvennastörf séu alltaf lægra borguð. | |
Það er fáránlegt að flugfreyjur og hjúkrunarfræðingar þurfi endalaust að standa í kjarabaráttu bara til að ná mannsæmandi launum.“ | |
Hægt er að skrifa undir undirskriftalistann um nýja stjórnarskrá hér í gegnum rafrænt Ísland. | |
Reyndi að ræna gangandi vegfaranda í miðbænum | |
Maður var handtekinn í miðbænum í nótt eftir að hann ógnaði gangandi vegfarenda og reyndi að ná peningum af honum. | |
Lögreglan stöðvaði einnig framleiðslu fíkniefna í Árbæ þar sem tveir voru handteknir vegna málsins. | |
Þá stöðvaði lögreglan ökumann mótorhjóls í Hlíðunum þar sem ökumaður þess var á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. | |
Þar að auki hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. | |
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru rúmlega 80 mál skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. | |
Þá var sérlega mikið um hávaðatilkynningar vegna samkvæma. | |
Aðfaranótt laugardags bárust tilkynningar um ellefu hávaðasöm samkvæmi og þótti það mikið í dagbók lögreglu. | |
Í nótt rötuðu hins vegar 22 hávaðamál á borð lögreglu. | |
Sex voru vistaðir í fangaklefa í nótt. | |
Í Árbænum var lögregla kölluð til í nótt þegar aðilar skutu flugeldum á loft. | |
Þeir voru þó búnir að forða sér þegar lögregluþjóna bar að garði. | |
Þá voru níu ökumenn stöðvaður fyrir ölvunar og eða fíkniefnaakstur. | |
Fjórir voru handteknir vegna slagsmála í miðbænum í nótt en einn þeirra var vistaður í fangaklefa. | |
Þá voru tveir fluttir á bráðamóttöku eftir að þeir féllu á andlitið, annar í miðbænum og hinn í Vesturbænum. | |
Einn var fluttur á slysadeild eftir að hann slasaðist við að stökkva á trampólíni í Kópavogi. | |
Auk þess stöðvuðu lögregluþjónar ökumann sem dró hjólhýsi á Kjalarnesi í gær. | |
Hjólabúnaður hjólhýsisins var, samkvæmt dagbók lögreglu, í „mjög slæmu ástandi“ og var það kyrrsett. | |
Hægt að gista í húsi Monet um verslunarmannahelgina | |
Húsið, sem impressjónistinn Claude Monet eyddi síðustu fjörutíu árum æfi sinnar í, er nú til leigu á síðunni Airbnb. | |
Næstu lausu nætur í húsinu eru um verslunarmannahelgina. | |
Húsið er lítið og krúttlegt, staðsett í bænum Givenry í Normandie í Frakklandi. | |
Málarinn heimsfrægi bjó í húsinu frá árinu 1883 þar til hann lést árið 1926. | |
Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, tvær setustofur og þrjú baðherbergi. | |
Monet fékk fyrst innblástur til að mála garðana sína frægu í þessu húsi. | |
Ef einhver hyggst leigja húsið verður hann að leigja að minnsta kosti tvær nætur. | |
Miðað við síðu Airbnb er það næst laust eftir viku, á sunnudag verslunarmannahelgarinnar, og því gæti verið tilvalið fyrir einhverja verslunarmenn í fríi að drífa í að bóka hús málarans. | |
Næturnar tvær yfir verslunarmannahelgi kosta ekki nema 964 Bandaríkjadali eða rétt rúmar 130 þúsund íslenskar krónur eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. | |
Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur | |
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. | |
Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. | |
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. | |
Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. | |
„Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. | |
Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. | |
Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. | |
Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. | |
„Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. | |
Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. | |
Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. | |
Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. | |
Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. | |
Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. | |
„Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. | |
En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. | |
Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. | |
„Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. | |
Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. | |
Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir. | |
„Ákveðin hugleiðsla að elda“ - Sjáðu matseðil Elísu Viðars | |
Elísa Viðarsdóttir er afrekskona í knattspyrnu og spilar með Val. | |
Hún er líka meistaranemi í næringarfræði, móðir, og starfar sem matvælafræðingur. | |
Hún þarf mikla orku fyrir amstur dagsins og gefur sér oftast tíma til að elda góðan og næringarríkan mat. | |
Venjulegur dagur hjá mér byrjar á því að mæta í vinnuna upp úr átta,“ segir Elísa. | |
„Eftir vinnu fer ég í búðina til að geta undirbúið kvöldmatinn áður en ég sæki stelpuna mína á leikskólann um klukkan þrjú.“ | |
Elísu finnst mjög nærandi að sækja dóttur sína snemma í leikskólann. | |
„Það er gott að eiga tíma með henni áður en ég fer á æfingu seinni partinn. | |
Eftir æfingu er gott að koma heim og þurfa bara að hita upp matinn. | |
Á kvöldin, þegar stelpan er sofnuð, finnst okkur gott að horfa á einn þátt til að tæma hugann.“ | |
Elísa fylgir ekki neinu ákveðnu mataræði. | |
Hún er að leggja lokahönd á meistararitgerð í næringarfræði og veit því vel hvað hentar henni að borða til að hafa næga orku til að sinna vinnu, skóla, fjölskyldunni og æfingum. | |
„Það sem hentar mér er að borða fjölbreyttan mat sem er vel samsettur af próteinum, kolvetnum og fitu. | |
Mér finnst þó mikilvægast að eiga í heilbrigðu sambandi við mat og ekki flokka mat í slæman eða góðan, frekar næringarríkan eða næringarsnauðan. | |
Það er nefnilega allt í lagi að borða allt, bara ekki allt í einu og ekki alltaf.“ | |
Elísa hefur mjög mikinn áhuga á eldamennsku. | |
„Mér finnst ákveðin hugleiðsla í því að standa í eldhúsinu að elda og sæki því mjög mikið í það. | |
Ég verð að segja að sjálfstraustið er með mér í eldhúsinu og ég trúi því innilega að ég sé ágætis kokkur.“ | |
Morgunmatur: Hafrar, chia-fræ, hampfræ, salt, smá sítrónusafi, látið liggja í möndlumjólk yfir nótt. | |
Toppa þessa máltíð svo með því sem til er hverju sinni. | |
Oftast er það banani og stökkt múslí & KAFFI. | |
Ég er mikil kaffikona. | |
Millimál: Ótrúlega misjafnt, en ávextir eða grænmeti, flatkökur, hreint skyr með banana og múslí, brauð með áleggi og svo gæti ég borðað hummus með skeið upp úr boxi ef þannig ber við. | |
Hádegismatur: Ég bý mér oft til alls konar matarmikil salöt úr því sem til er í ísskápnum, kínóa eða bygg, falafelbollur, klettasalat, ofnbakað grænmeti með góðri dressingu er svolítið það sem ég er að vinna með. | |
Ef skipulagið fer alveg úr böndunum (sem gerist oft) þá hefur eggjavélin í vinnunni komið mér ansi oft til bjargar og þá eru það 2 brauðsneiðar með smjöri, osti og soðnu eggi, legg ekki meira á ykkur. | |
Millimál: Fæ mér eitthvað kolvetnaríkt fyrir æfingar, brauð með áleggi, morgunkorn eða ávexti. | |
Kvöldmatur: Fiskur verður mjög oft fyrir valinu á mínu heimili, annars einhverjir ljúffengir grænmetisréttir. | |
Átök milli lögreglu og mótmælenda í Seattle | |
Borgaryfirvöld í Seattle í Washingtonríki hafa lýst yfir uppreisnarástandi í kjölfar fjölmennra mótmæla í miðborginni. | |
Lögregla greip í gær til til blossasprengja og piparúða til að freista þess að ryðja stórt svæði sem mótmælendur lögðu undir sig og teygði sig yfir margar húsalengjur í nágrenni þinghússins í borginni. | |
Lögreglan tilkynnti á Twitter að minnst ellefu mótmælendur hefðu verið handteknir og að rannsókn stæði yfir á skemmdarverki sem unnið var á lögreglustöð í borginni í gær, mögulega með einhvers konar sprengju. | |
Borgar- og lögregluyfirvöld segja að mótmælendur hafi grýtt lögreglu með grjóti, flöskum, hvellsprengjum og öðru lauslegu og var einn lögreglumaður fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hans. | |
Mótmælin í Seattle voru þó friðsamleg lengi framan af. | |
Blásið var til þeirra til að sýna mótmælendum í Portland í Oregon samstöðu, en þar í borg hefur ítrekað hefur komið til harðra átaka milli mótmælenda og þungvopnaðra sveita alríkislögreglumanna. | |
Þar, líkt og í fleiri borgum Bandaríkjanna, safnast fólk saman undir merkjum Black Lives Matter, minnist Georges Floyds, sem var drepinn af lögreglumanni í Minneapolis 25. maí, mótmælir kerfisbundnum rasisma í bandarísku samfélagi og krefst úrbóta. | |
Ekki afturkallaðar fyrr en eftir atkvæðagreiðslu | |
Enn liggur ekki fyrir hvort uppsagnir þeirra flugfreyja Icelandair, sem eiga að taka gildi um næstu mánaðamót, verða afturkallaðar. | |
Rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands fyrir hönd flugfreyja hjá Icelandair lýkur á hádegi á morgun. | |
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður félagsins segist fullviss um að Icelandair muni ekki taka ákvörðun um uppsagnirnar fyrr en niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. | |
„Þetta hangir klárlega saman,“ segir Guðlaug Líney. | |
„Það hafa engar uppsagnir verið afturkallaðar, þetta verður að fara að liggja fyrir þannig að hægt verði að manna vélarnar. | |
Svo er fólk auðvitað óþreyjufullt eftir að fá að vita hvort það verður með vinnu eftir mánaðamótin.“ | |
Kosið er um samning sem undirritaður var fyrir viku, aðfaranótt 19. júlí. | |
Gert er ráð fyrir að hann gildi til loka september 2025 og byggir á samningi sem flugfreyjur höfðu áður fellt í atkvæðagreiðslu. | |
Þann 17. júlí samþykktu stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands að boða allherjarvinnustöðvun hjá Icelandair, samþykktu félagsmenn það í atkvæðagreiðslu. | |
Til hennar kom aldrei, en þetta var ákveðið í kjölfar ákvörðunar Icelandair um að hætta viðræðum við Flugfreyjufélagið, segja upp öllum flugfreyjum sínum og leita eftir samningum við annað stéttarfélag. | |
Þá áttu flugmenn félagsins að taka að sér störf örygggisliða um borð tímabundið. | |
Spurð hvernig hún telji að atkvæðagreiðslan muni fara segir Guðlaug Líney erfitt að segja til um það. | |
„Fólk er í sárum eftir þessa aðför Icelandair, þegar öllum flugfreyjum félagsins var sagt upp og tilkynnt um að samið yrði við annað stéttarfélag. | |
Nú kemur í ljós hvort það hafi áhrif,“ segir hún. | |
940 flugfreyjur störfuðu hjá Icelandair í lok apríl en þá var 900 þeirra, um 95%, sagt upp. | |
Uppsagnarfrestur þeirra er mislangur, hjá þeim sem stysta starfsævi hafa er hann þrír mánuðir og lýkur því um mánaðamótin júlí-ágúst. | |
Í þeim hópi eru um 90% af flugfreyjum Icelandair. | |
Hvað tekur við verði samningurinn ekki samþykktur? | |
„Þá óskum við eftir áframhaldandi viðræðum við viðsemjendur okkar. | |
Með þessum samningi erum við að mæta kröfum Icelandair. | |
Verði honum hafnað er ljóst að flugfreyjum þykir hafa verið gengið of langt.“ | |
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun | |
Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. | |
Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. | |
Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst á miðvikudag, 22. júlí, og lýkur á morgun, mánudaginn 27. júlí, klukkan 12 á hádegi. | |
Þeir sem mega kjósa um samninginn eru starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. | |
Icelandair og FFÍ undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. júlí en föstudaginn áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. | |
Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugliðum félagsins upp á föstudag en voru þær dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. | |
Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun. | |
Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. | |
Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. | |
Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. | |
Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður kynnt á morgun en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarðar íslenskra króna. | |
Icelandair sendi Kauphöllinni bráðabirgðaútreikninga síðastliðinn miðvikudag en þar sagði að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða um 8,3 milljörðum króna. | |
Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir Bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kring um 21 milljarð króna. | |
Icelandair stefnir jafnframt að því að bjóða út hlutafé félagsins í ágúst. | |
Icelandair stefnir á að klára samninga við fimmtán lánadrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. | |
Nýtt afbrigði frekar en ný tegund veiru | |
„Ný veira þýðir bara að þetta hefur verið einstaklingur sem kom erlendis frá. | |
Þetta er ekki eitthvað sem hefur verið að malla hér innanlands,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, um þær fregnir að „ný tegund veiru“ hafi greinst hér á landi. | |
Þrjú innanlandssmit greindust í gær og tvö við landamærin. | |
Einn sem greindist hafði tekið þátt í félagsstarfi íþróttafélags á knattspyrnumótinu Rey Cup en uppruni smitsins ófundinn og smitrakning stendur yfir. | |
Einnig greindist smit hjá einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí og eru tveir sem voru í samneyti við hann byrjaðir að sýna einkenni COVID—19. | |
Þá greindist smit í gær sem tengist smiti sem greint var frá í fyrradag og eftir raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu kom í ljós „ný tegund veiru sem ekki hefur greinst hér áður.“ | |
Smitrakningu er lokið í tengslum við það smit. | |
Már tekur fram að ekki sé að ræða nýja veiru heldur sé þetta sama veira og hefur breitt úr sér um heim allan, þ.e. nýja kórónuveiran SARS-CoV-2. | |
Það sé réttara að tala um nýtt afbrigði af þeirri veiru heldur en um nýja tegund veiru. | |
Spurður hvað það þýði og hvort það gæti sagt eitthvað til um að önnur bylgja faraldurs sé byrjuð segir Már að eins og er sé um stakt tilvik að ræða og það gæti farið svo að verði ekkert meira úr því. | |
„En hins vegar ef það fara koma upp tilfelli innanlands sem ekki eru með tengsl erlendis frá og eru með sömu arfgerð og þetta tiltekna afbrigði þá væri hægt að draga þá ályktun [um seinni bylgju] en það er ótímabært að svo stöddu,“ útskýrir Már. | |
Hamingjan í heita pottinum | |
Er leyndarmálið að hamingju Íslendinga falið í heitu pottunum? | |
Dagskrárgerðarmenn BBC leiða að því líkum í skemmtilegu myndbandi sem varpar ljósi á sundlauga- og heitapottsmenningu landans. | |
Íslenska baðmenningin er sérstök á heimsvísu og fullyrt er að hvergi í heiminum séu jafnmargir baðstaðir á hvern íbúa. | |
Hinn náttúrulegi jarðvarmi er undirstaða þess, en einnig sú hefð fyrir sundiðkun sem hér ríkir. | |
Sundkennsla barna var lögbundin árið 1940 en eldri borgarar eru ekki síður duglegir að nýta heita vatnið sér til heilsubóta. | |
Sundferðum er lýst sem föstum hluta af almennri velferð landans. | |
Í pottinum eru allir jafnir, óháð stétt og stöðu. | |
Laust við farsímana ræðir fólk saman á persónulegum nótum um heima og geima eða nýtur hins líknandi máttar vatnsins: hugleiðir og hleður rafhlöður sálar og líkama. | |
Á brattan að sækja hundrað daga í kosningar | |
Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. | |
Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. | |
Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. | |
Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. | |
Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. | |
Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. | |
32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. | |
Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. | |
Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. | |
Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. | |
Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. | |
Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. | |
Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. | |
Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. | |
Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. | |
Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. | |
Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. | |
„Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. | |
Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. | |
Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. | |
Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. | |
Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. | |
Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. | |
Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. | |
Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu. | |
Regis Philbin er látinn | |
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Regis Philbin er látinn, 88 að aldri. | |
Philbin starfaði sem leikari, þáttastjórnandi, kynnir og söngvari í um sex áratugi. | |
Hann er einna þekktastur fyrir að stýra vinsælu spjallþáttunum Live! with Regis á árunum 1988 til 2011 ásamt Kathie Lee Gifford og síðar Kelly Ripa. | |
Þá hefur hann stýrt þáttum á borð við Who Wants to Be a Millionaire og America's Got Talent. | |
Að sögn Guinness World Records er Philbin sá einstaklingur sem hefur verið flesta klukkutíma í bandarísku sjónvarpi og hefur hann hlotið viðurkenningu þess efnis. | |
Hann hlaut sex Emmy-verðlaun á starfsævi og var í heildina tilnefndur 37 sinnum. | |
Fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans að Philbin hafi dáið af náttúrulegum orskökum. | |
Fjöldi samstarfsmanna, vina og aðdáenda hafa minnst hans á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. | |
Verður Ólympíueldurinn ljósið við enda ganganna? | |
Eftir að endanleg ákvörðun hafði verið tekin um að fresta Ólympíuleikunum, viðburði sem aðeins heimsstyrjaldir hafa haggað fram til þessa, sagði forseti alþjóða Ólympíunefndarinnar að Ólympíueldurinn frægi yrði „ljósið við enda ganganna,“ og vísaði þar væntanlega í heimsfaraldur kórónuveiru sem heimsbyggðin fetar sig nú gegnum í sameiningu. | |
Afreksfólk hefur ár í viðbót til að undirbúa sig og yfirvöld í Japan bæta á sig kostnaði vegna seinkunarinnar. | |
Allir halda þó haus enda mikið í húfi. | |
Þegar tilkynnt var að Tókýó í Japan yrði vettvangur Ólympíuleikanna í ár voru fagnaðarlæti japönsku fulltrúanna ósvikin. | |
Þeir grétu og hlógu til skiptis, enda hafði Tókýó sótt um að halda leikana 2016 en laut það skiptið í lægra haldið fyrir Ríó í Brasilíu. | |
Í þetta skipti skyldi Tókýóborg og Japan baða sig í athygli heimsins. | |
Leikarnir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst en hefur verið frestað um ár og hefjast þess í stað 23. júlí 2021 og lýkur þann 8. ágúst. | |
Ef ekki tekst að halda leikana þá, ef kórónuveiran verður enn of mikil ógn, verður hætt við leikana. | |
Enginn vill þó alveg hugsa þá hugsun til enda. | |
Ólympíuleikar eru engin venjuleg íþróttakeppni. | |
Ekkert er til sparað, sýningin á alltaf að vera stórkostleg og leitast í við að toppa síðustu leika. | |
Valið á borg fyrir Ólympíuleika byggir á mati valnefndar á kynningum borganna. | |
Því stórfenglegri sem kynningin er — því meiri líkur á að hljóta hnossið. | |
Tókýó varði 150 milljónum dala í að reyna að fá að halda Ólympíuleikana 2016 eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. | |
Í seinna skiptið, þegar sótt var um leikana 2020, voru 75 milljónir dala, um tíu milljarðar króna, settir í kynninguna. | |
Árið 2013, þegar ákveðið var að Tókýó fengið leikana í ár, höfðu japönsk yfirvöld þannig þegar varið sem nemur 30 milljörðum króna til verkefnisins. | |
En sú upphæð er þó bara dropi í hafið miðað við hvað það kostar að byggja Ólympíuþorp, leikvanga og almennt að styrkja innviði landsins til að ráða við svona mót, undirbúa það og halda sjálfa leikana. | |
Skipuleggjendur í Japan hafa sagt að Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem hefðu átt að vera í gangi þessa dagana en hefur verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar, myndu hafa kostað 12,6 milljarða dala. | |
Í skýrslu frá ríkisendurskoðanda í Japan sem út kom í lok síðasta árs kom þó fram að nær væri að kostnaðurinn væri tvöföld sú tala. | |
Líklega verður ekki hægt að leggja fyllilega mat á kostnaðinn við að fresta leikunum en áætlað hefur verið að það geti kostað á bilinu tvo til sex milljarða dala til viðbótar við upphaflegan kostnað. | |
Heildarkostnaður fyrir japönsku Ólympíunefndina og japanska skattgreiðendur gæti því hlaupið á bilinu 15 til 30 milljörðum dala. | |
Það eru svo háar tölur að allar skatttekjur íslenska ríkisins dygðu aðeins fyrir um tæplega hálfum Ólympíuleikum, miðað við lægsta mögulega kostnað. | |
Ólympíuleikar eru viðburður af þeirri stærðargráðu að þeir hafa gjarnan orðið umfjöllunarefni hagfræðinga, sem reyna að rýna í tölur og skoða ávinning og ábata af leikunum. | |
Í sem stystu máli virðast ansi margir hafa komist að þeirri niðurstöðu að áhrif Ólympíuleikanna séu síður en svo jákvæð fyrir efnahag þeirra borga sem halda þá. | |
Skammtímaáhrif eru einhver, til dæmis fjölgar störfum mjög mikið til skamms tíma, en til lengri tíma sitja borgir gjarnan uppi með skuldahala og ógnarháan rekstrarkostnað lítið notaðra mannvirkja. | |
Ríó í Brasilíu situr uppi með verulegar skuldir vegna leikanna 2016 og hefur verið í vandræðum með að kosta viðhald á öllum þeim stóru íþróttamannvirkjum sem byggð voru fyrir leikana. | |
Rýnt hefur verið í tölur eftir leikana í London 2012 en þar hefur komið í ljós að aðeins 10 prósent þeirra sem fengu atvinnu tengda Ólympíuleikunum í borginni voru atvinnulaus áður. | |
Það þýðir að ekki var um að ræða ný störf nema að litlu leyti. | |
Almennt hafa borgir ekki komið sérlega vel út úr því fjárhagslega að halda Ólympíuleika vegna þess sligandi kostnaðar sem fylgir mannvirkjunum sem byggð eru fyrir leikana. | |
Ávinningur er þó gjarnan talinn felast í aukinni umferð ferðamanna sem vilji heimsækja Ólympíuborgirnar í kjölfar leikanna, sem þó er mikil óvissa um varðandi leikana 2021. | |
Einnig er óvíst hvort hægt verður að taka við öllum þeim fjölda áhorfenda sem vanalega sækja leikana. | |
Aðalmálið er þó heiðurinn sem borgunum hlotnast að vera valdar, en hann er erfitt að meta til fjár. | |
Því þrátt fyrir gríðarlegan kostnað þá má líka að segja að gleðin sem leikarnir færa sé ekki þess eðlis að hægt sé að setja á hana verðmiða. | |
En þótt sýningin sé gjarnan mikilfengleg og hvergi sé til sparað þá snýst þetta auðvitað ekki bara um peninga. | |
Það eru íþróttahetjurnar sem eru í forgrunni. | |
Fyrir sumt afreksfólk er það óvart bara kærkomið að fresta leikunum. | |
Ástralska fimmþrautarkonan og gullverðlaunahafi í sinni grein á síðusu Ólympíuleikum, Chloe Esposito, er til dæmis kasólétt og hefði verið fjarri góðu gamni í sumar en eygir von um að vera komin í keppnisform fyrir leikana 2021. | |
Hún er því meðal þeirra íþróttamanna sem er bara frekar ánægð með frestunina, af skiljanlegum ástæðum. | |
Fyrir þá íþróttamenn sem ætluðu sér að hætta eftir leikana í ár, hefðu þeir verið haldnir á réttum tíma, þýðir frestun leikanna í einhverjum tilvikum að þeir hætta keppni áður en leikarnir eiga sér stað. | |
Treysta líkama sínum einfaldlega ekki til þess að fara í gegnum ár í viðbót af ströngum æfingum. | |
Fáir íþróttamenn komu sér jafn rækilega fyrir í hjörtum áhorfenda á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og fimleikastjarnan Simone Biles. | |
Hún kom heim með fjögur gull um hálsinn og eitt brons. | |
Biles hefur mætt í nokkur viðtöl í heimalandi sínu Bandaríkjunum undanfarið til að ræða Ólympíuleikana. | |
Hún ætlar sér á leikana 2021 en hún er þó ekkert endilega viss um að hún nái að vera enn á toppnum á leikunum á næsta ári, enda verður hún þá orðin 24 ára. | |
Þótt það sé almennt ekki talinn hár aldur er það í hærra lagi fyrir fimleikakonu í fremstu röð. | |
„Þetta er viðkvæmt málefni,“ segir Biles en brosir þó út í annað í viðtali sem birt var á Instagram-síðu Ólympíunefndarinnar spurð að því hvort hún ætli sér að ná jafnlangt á leikunum 2021 og hún gerði í Ríó 2016. | |
„Ég hreinlega veit ekki hvort ég verð enn á toppnum eftir heilt ár í viðbót af æfingum,“ segir Biles. | |
Hún hefur áður talað um að líkami hennar þoli ekki álagið sem fylgir fimleikaþjálfun mikið lengur. | |
Engu að síður æfir hún af kappi fyrir Ólympíuleikana 2021. | |
Biles viðurkennir að það hafi verið óþægileg tilfinning að þurfa að hætta skyndilega að æfa þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst og fimleikasalnum var lokað. | |
Engar undanþágur voru fyrir Biles frekar en aðra meðan öllum íþróttamannvirkjum var lokað í sjö vikur. | |
Öll hennar Ólympíugull gátu ekki keypt neinn aðgang umfram hina, hún þurfti að finna ýmsar leiðir til að halda sér í formi líkt og aðrir. | |
Grunnformið vissulega ögn betra en hjá flestu fólki. | |
„Við erum með stífa áætlun núna. | |
Það var erfitt að byrja að æfa fyrst aftur eftir að fimleikasalurinn opnaði. | |
Við byrjuðum hægt en erum komin á fullan skrið að nýju og ég mun auka við æfingarnar jafnt og þétt eftir því sem líður á árið. | |
Við vitum auðvitað ekki alveg hvernig þessir leikar verða eða hvort þeir verða haldnir en við æfum samt miðað við að þeir verði, getum ekki annað. | |
Ég er búin að leggja of mikið á mig til að yfirgefa íþróttina núna,“ segir Biles. | |
Með henni líkt og fleirum blundar efi eða kannski frekar meðvitund um að sú staða geti komið upp að leikarnir verði alls ekki haldnir 2021 heldur. | |
Að spá fyrir um það er þó vonlaust. | |
Enginn getur vitað hvernig staðan á heimsfaraldri kórónuveirunnar verður í júlí 2021 og ekkert annað að gera en að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikanna miðað við að þeir verði haldnir að ári. | |
Kannski verður Ólympíueldurinn ljósið við enda Covid-ganganna. | |
Frestaði brúðkaupi vegna faraldurs | |
Modern Family leikkonan Sarah Hyland hefur ákveðið að fresta brúðkaupi sínu vegna kórónuveirunnar. | |
Hún átti að giftast fyrrverandi Bachelorette keppandanum Wells Adams nú í sumar. | |
„Ég held að það séu aðrir mikilvægari hlutir að hugsa um akkúrat núna,“ sagði leikkonan í samtali við People. | |
„Við viljum endilega gifta okkur einhvern tímann og eiga þá draumabrúðkaupið og hafa alla viðstadda sem eru okkur kærir. | |
En við ákváðum að slá því á frest og einbeita okkur að því sem er mikilvægt akkúrat núna og það er að aðstoða við að deila upplýsingum um mikilvægi þess að vera með grímur og halda sér heima. | |
Ég horfi meira til heimsmála en brúðkaupsmála þessa dagana. | |
Það er margt í gangi og við eigum að beina athygli okkar að því sem er að gerast í heiminum.“ | |